05.02.1947
Neðri deild: 67. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í B-deild Alþingistíðinda. (3588)

148. mál, vatnsveitur

Pétur Ottesen:

Það leiðir af sjálfu sér, að við afgreiðslu þessa máls er nauðsynlegt að láta það koma skýrt fram, að 4. gr. á líka við um þær vatnsveitur, sem auka þarf og endurbyggja. Víða er svo komið í kaupstöðum, að þær vatnsveitur, sem fyrir eru, eru algerlega ófullnægjandi. Sums staðar eru pípurnar svo mjóar, að þær flytja ekki nóg vatn, á öðrum stöðum leka þær og skila því ekki nema hluta af því vatni, sem rennur í þær. Af þessu leiðir, að það er brýn ástæða til, að 4. gr. eigi líka við um þær veitur, sem þarf að endurbæta eða endurbyggja. Ef óskað er, teldi ég rétt að taka málið nú út af dagskrá, svo að n. gæti bætt þessu ákvæði í frv., áður en það er afgr. frá þessari hv. d. Ég tel hyggilegt að ganga örugglega frá þessu.