05.02.1947
Neðri deild: 67. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1934 í B-deild Alþingistíðinda. (3590)

148. mál, vatnsveitur

Helgi Jónasson:

Nefndin flytur brtt. við 7. gr., um það að sleppa orðunum „í kauptúninu eða kaupstaðnum“, en í stað þeirra komi: er vatnsins njóta. Og er þar átt við allar húseignir. Með þessu vildi n. slá því föstu, að þessi l. næðu einnig til sveitaþorpa og sveitabýla, og hefur samgmrh. fallist á brtt., að þessi ákvæði nái líka til þeirra sveitaþorpa, sem upp kunna að rísa, sem og kaupstaða. Ég vænti, að þessi brtt. verði samþ.