11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (3620)

148. mál, vatnsveitur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Það er annað skylt mál þessu, sem ég flutti hér fyrir, að ég held, tveimur mánuðum í hv. Ed., ákaflega einfalt, en mjög nauðsynlegt, varðandi breyt. á vatnsskatti fyrir Reykjavíkurkaupstað. Að því fer að líða, að aukningu á vatnsveitu hér í Reykjavík verði lokið, og þá er alveg brýn nauðsyn á, að þau l., sem ég gat um, að frv. hefði komið um, verði komin til framkvæmda nokkru áður, svo að hægt sé að undirbúa þá hækkun, sem kemur fram á vatnsskattinum. áður en vatnið kemur til bæjarins. Ég álít bagalegt, að þetta mál, sem ég gat um, dragist í n. Nú kann að vera, að nál. sé komið um það mál. Ég vildi spyrja hv. nm., hvað máli þessu líði, og vil, að það mál komi hér til umr. Annars mun ég fylgja dæmi góðra manna hér og heimta málið á dagskrá.