24.05.1947
Efri deild: 146. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1958 í B-deild Alþingistíðinda. (3652)

148. mál, vatnsveitur

Steingrímur Aðalsteinsson. Herra forseti. Það er ekki ætlun mín að gera neinar aths. við þær breyt., sem gerðar hafa verið á þessu frv. í Nd., en ég vil benda á það, þótt ekki sé tækifæri til þess að bæta úr því, úr því sem komið er, að það er ósamræmi í frv. vegna þess, að þegar því var breytt, hefur þess ekki verið gætt að samræma 9. gr. Þegar frv. fór frá þessari d., var ákveðið, að styrkur yrði fólginn í því, að ríkissjóður lánaði til þessara fyrirtækja, og samkvæmt því var ákvæði l 9. gr., sem fjallaði um það, að sams konar hlunnindi skyldi veita vatnsveitufélögum, en sett þau skilyrði, að hlutaðeigandi sveitastjórn mælti með því, að veitt væri ábyrgð ríkissjóðs. Nú hefur Nd. fellt niður, að lána skuli nokkuð til þessara framkvæmda, heldur skuli aðeins vera ríkisábyrgð, og þá á ákvæðið ekki við. Nú ætla ég ekki inn á þetta frekar, þó að í þessu sé misræmi, en vildi benda á þetta, þó að ekki sé hægt að leiðrétta það, úr því sem komið er, og vil vonast eftir því, að við framkvæmd l. verði þetta ekki látið koma að sök og sveitarfélögin látin gjalda þessa.