25.11.1946
Efri deild: 19. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (3676)

80. mál, sóknargjöld

Gísli Jónsson:

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. vil ég mjög eindregið taka undir það, að málinu verði vísað til fjhn., þar sem hér er nánast um nýjan skatt að ræða og farið er inn á nýja braut, þótt skattur þessi sé að vísu ekki hár. T. d. virðist 3. málsgr. hækka þetta gjald um vissan hundraðshluta af útsvarsupphæð gjaldenda, og hygg ég, að hér sé farið inn á nýja braut. Efa ég, að þessi leið sé hugsanleg til tekjuöflunar fyrir kirkjuna, og tel því rétt, að málinu sé vísað til fjhn. til almennrar athugunar. Hér í Reykjavík hefur kirkjugjaldið verið 2% af öllum útsvörum einstaklinga, enn fremur útsvörum útgerðarfyrirtækja og ýmissa annarra fyrirtækja, þótt það virðist nokkuð einkennilegt. Þótt ég mælist til, að þessu frv. sé vísað til fjhn., felst hvorki í þeirri ósk andstaða gegn því sjálfu né meðmæli með því, því síður vantrú á afgreiðslu þess í hv. menntmn. Mér finnst það aðeins eiga heima í annarri n.