09.12.1946
Efri deild: 30. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (3684)

80. mál, sóknargjöld

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég sé, að hv. frsm. er ekki viðstaddur, og vil ég því fara nokkrum orðum um brtt. þá, sem ég hef borið fram við mál þetta, á þskj. 190. Ég tel að rétt sé að hækka þessi gjöld frá því, sem nú er í 1., þ. e. 75 aurum, upp í kr. 1.50, að viðbættri meðalverðlagsvísitölu, og að undanþegið þessu gjaldi sé þó allt rúmfast fólk 67 ára eða eldra. Einnig hef ég lagt til á sama þskj., að aftan við fyrirsögn frv. bætist: „og lögum nr. 72 27. júní 1941, um breyting á þeim 1.“ — Ég er mótfallinn ákvæði 2.–3. málsgr. á þskj. 125 og hef því gert ráð fyrir því í minni brtt., að það yrði fellt niður. Vænti ég þess, að hv. d. geti fallizt á brtt. mínar á þskj. 190 sem miðlunartill. — Hirði ég ekki að fara út í þau ummæli hv. 3. landsk. við 1. umr., þar sem hann fullyrti, að ég teldi ekkert rök nema sem kæmu frá mínum heila, en vil aðeins mótmæla því sem hverjum öðrum órökstuddum fullyrðingum. Vænti ég svo, að till. mínar verði samþ.