09.12.1946
Efri deild: 30. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í C-deild Alþingistíðinda. (3695)

80. mál, sóknargjöld

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég sé ekki ástæðu til þess að svara hv. þm. Barð. miklu. Það, sem ég mælti hér um brtt. á þskj. 170, þarf ég ekki að endurtaka. Ég tel það heppilegra, að sá háttur verði hafður á, heldur en nefskattarnir, sem nú eru í gildi. Hins vegar gæti ég talið rétt, ef hæstv. forseti óskar eftir því, að bera þessa brtt. á þskj. 170 upp í tvennu lagi. Það mætti segja, að það væri kannske heppilegra. En ég tel a. m. k., að það miði í rétta átt að taka kirkjugjaldið á þennan hátt.

Ég vitnaði í áðan, hvernig farið er með kirkjugarðsgjaldið, en það má vera að það sé um hundraðshluta af útsvörum þar að ræða, en það hefur þá verið leiðrétt, ef ég hef ekki farið rétt með. Það getur líka verið, að þetta séu aðeins heimildarl., en þau eru notuð í Reykjavík og víðar. En að öðru leyti, sem hv. þm. minntist á brtt. mína, þá er hún sjálfstæð till., því að ég er eiginlega samþykkur frv. nema í 1. málsgr., og ég geri eingöngu með brtt. minni till. um að breyta þeirri málsgr. En ég hef tekið fram, 30 mín og aðrar brtt. koma ekki til atkv., ef brtt. á þskj. 170 verður samþ., og þess vegna verður hún að koma fyrst til atkv., því að hún er alger breyt. á eldri 1. En ég er sammála hv. þm. Barð., að rétt væri að taka allar brtt. aftur til 3. umr., og mun ég þá taka mína brtt. aftur, ef við getum orðið sammála um þetta mál.