09.12.1946
Efri deild: 30. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í C-deild Alþingistíðinda. (3698)

80. mál, sóknargjöld

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að hafa mikinn formála um þetta mál. Hins vegar hafa umr. orðið miklar, en hæstv. ráðh., sem stendur að málinu, hefur tekið af mér ómakið, hvað snertir að ræða margar þær brtt., sem fram hafa komið. Mér sást yfir breyt. eins atriðis, þegar ég mælti á móti öllum brtt., en það er 2. liður brtt. á þskj. 190, sem á í raun og veru rétt á sér. Það er, að aftan við fyrirsögnina bætist: og 1. nr. 72 27. júní 1941, um breyt. á þeim 1. Það ber að nema þau 1. úr gildi, um leið og þetta frv. verður samþ., það er a. m. k. skýrara. En þau 1. voru breyt. á gömlum 1., sem hverfa af sjálfu sér við samþ. þessa frv., ef til kemur. Ræða mín þarf því þeirrar áréttingar við, að meiri hl. n., sem stendur að nál., fellir sig við og er samþykkur því, að 2. liður brtt. á þskj. 190 verði samþ.

Hæstv. ráðh. taldi sig samþykkan eða geta fellt sig við þá skrifl. brtt., sem kom frá hv. 1. landsk., sem sé að þeir einir borgi kirkjugjald, sem eru útsvarsskyldir, og aldurstakmarkið væri 16 ár, en ekki 15 ár, eins og stendur í 1. Ójá, við skulum segja það. Ekki mundum við í n. slást út af því, ef hæstv. ráðh., sem stendur að málinu, vill sætta sig við það. Ég vil benda á það, að í 1., sem sett voru 1909, var ákveðið þetta aldurstakmark, 15 ár, og hefur það verið svo síðan. Hefur sennilega verið litið svo á, að þetta gjald til kirkju ætti að ná til þeirra, sem væru komnir, eins og sagt var, í kristinna manna tölu, eða með öðrum orðum, væru fermdir. En ef það þykir of mikil raun nú að leggja þetta gjald, sem er tæpar 10 kr., á unglinga fyrir það, að þeir eru ekki nema 15 ára og ekki 16 ára, þá tel ég ekki fært að fara að halda uppi neinni baráttu fyrir því, að þetta sé látið standa áfram í 1., að öðru leyti en því. að ég er á móti öllum breyt. á þessu.

Að vísu er það rétt, að þegar þessi 1. voru sett voru ekki eins mörg tækifæri fyrir unglinga að verða af með peninga og nú, og það er sjálfsagt betra fyrir unglinga að setja sínar 10 kr. í bíó eða „kókakóla“ eða annað þess háttar. Þessi mikla viðkvæmni hv. þm. fyrir þessu gjaldi er svo brosleg, að ég er viss um, að þegar unglingarnir heyra um hana, gera þeir ekkert annað en hlæja, og ef ég get mér rétt til um unglinga nú á dögum, geri ég ráð fyrir, að þeir séu hreint ekkert hrifnir af þessu.

Yfir höfuð mætti segja, að þessar umr. væru meira til þess gerðar, að mönnum fyndist þeir eitthvað þurfa að hafa sér til dægrastyttingar og eitthvað til þess að tala um, en hér væri um umbætur á 1. að ræða.

Ég sé ekki, að menn bæti sig neitt á því að vera að draga þetta mál á langinn, annað en það, ef einhverjir hv. þm. halda, að þeir verði í vandræðum með umræðuefni á næstu þingfundum og þurfi því að tala um þetta mál. Ég óska, að atkvgr. fari fram nú. Það getur aldrei skeð stór skaði, hvernig sem sú atkvgr. fer.