28.10.1946
Neðri deild: 6. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (3714)

26. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Flm. (Jóhann Hafstein):

.... Þá verð ég að segja það í sambandi við þær óskir hv. 8. þm. Reykv. í lok ræðu hans, að það yrði mér sjálfum verst að flytja þetta frv., að við hv. 11. landsk. munum þar verða á sama bát, en hann var hvatamaður þessa máls fyrir fáum árum. Og þessi hv. 11. landsk. er nú hissa á því, að komið er fram frv. um að lögbjóða ákveðið form í stéttarfélögum. Það situr sízt á honum að verða hissa, þótt tekin sé nú upp baráttan, þar sem hann lét hana niður falla í bili a. m. k. Ég held það séu svo ekki fleiri atriði, sem ég þarf að ræða að svo stöddu.