27.02.1947
Efri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (3823)

76. mál, iðnskóli í sveitum

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég vildi fara þess á leit við hæstv. forseta, að málið væri tekið út af dagskrá í dag, en tekið fyrir seinna, þar sem ég hef í morgun verið að leitast við að útvega mér gögn í málinu, sem mér þykir betra að hafa við höndina, er ég geri mína aths., en mér hefur ekki tekizt að fá þau enn þá. Ég fer ekki sízt fram á þetta sökum þess, að það hefur komið fram hér við umr., einkum þó hjá hv. þm. Barð., sem er einn af flm. hinnar rökst. dagskrár, að svo mætti fara, ef nýjar upplýsingar kæmu fram í þessu máli, að tekið yrði til athugunar að hverfa frá hinni rökst. dagskrá og gera breyt. á frv., en fella það ekki.