04.03.1947
Efri deild: 84. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (3836)

76. mál, iðnskóli í sveitum

Eiríkur Einarsson:

Ég get nú fallizt á, að hér sé nokkur hvatning um það, að ríkisstj. stuðli að því, að eitthvað í þessa átt verði gert í skólamálum til sveita. En þar sem þarna er til tekið, að í einum eða fleiri gagnfræðaskólum sé tekin upp svona kennsla, þá þykir mér það helzt til þröngskorðað og að vísu ekki alveg réttsælis, sem að mínu áliti þyrfti meira að miða við bændaskólana. Vil ég láta till. liggja milli hluta og greiði ekki atkv.