04.03.1947
Efri deild: 84. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (3838)

76. mál, iðnskóli í sveitum

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka hv. þm. Barð. fyrir það, hvað hann tekur mikið tillit til mín, en ég tel, að þótt þessi breyt. sé gerð á dagskrártill., þá nær það alls ekki þeim tilgangi, sem ég ætlaði að ná með frv. En ef á að fara að gera einhverja kákbreytingu á þessu, þá álít ég, að slíkt muni tefja þá lausn málsins, sem þarf að koma sem fyrst. Ég greiði þess vegna ekki atkv. með þessari brtt., jafnvel þótt hún sé dálítið spor í rétta átt.

Rökst. dagskráin á þskj. 423, frá meiri hl. iðnn., samþ. með 10:5 atkv:, að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BrB, EE, GJ, GÍG, JJós, LJóh, PM, SÁÓ, StgrA, BBen.

nei: HV, HermJ, PZ, BSt, BK. ÁS, ÞÞ greiddu ekki atkv.