02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í C-deild Alþingistíðinda. (3902)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það er ekki vafi á því, að kvikmyndasýningar hafa undanfarið orðið síaukinn þáttur í skemmtana- og menningarlífi þjóðarinnar, og það er gleðilegt til að vita, að það eru stöðugt fleiri og fleiri, sem eiga aðgang að kvikmyndasýningum. Jafnframt er hitt ljóst, að kvikmyndahúsareksturinn er ekki eins heppilegur og þyrfti. Vandinn er að finna nýjar leiðir, sem bætt geti reksturinn og komið honum í það horf, sem væri í betra samræmi við þær kröfur, sem þjóðin getur til hans gert. Ég mun þó ekki á þessu stigi ræða um leiðir, heldur mun ég geyma mér það, þar til frekari athugun hefur verið gerð. En út af rökst. dagskránni og út af orðum hv. 3. landsk. get ég lýst yfir því, að ég mun beita mér fyrir, að athugun fari fram, og geri ráð fyrir að kveðja til ráða menn, sem kunnugir eru kvikmyndahúsarekstri, og mun ég vinna að því, áð athugunin dragist ekki á langinn. Ég get náttúrlega ekki sagt um, hvenær þessari athugun verður lokið, en ég mun verða þess hvetjandi, að hún dragist ekki lengur en eðlilegt er.