02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (3907)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. — Út af þeim umr., sem fram hafa farið á milli hv. flm. frv. og þm. Barð., get ég getið þess, að menntmn: fékk hv. menntmrh. á sinn fund og spurði hann; hvernig hann mundi snúast í þessu máli, og þá gaf hæstv. ráðh. þá yfirlýsingu, að hann mundi útvega sér aðstoð til þess að athuga þetta mál sem bezt. Hv. flm. frv. féllst á það þá að undirskrifa nál. meiri hl., en með fyrirvara, en ég hafði að vísu lagt það til áður í n., að þessi leið yrði farin.

Ég lít svo á, að hv. flm. frv. falli ekki frá neinu, sem felst í þessu frv., með því, en sé að samþykkja það, sem hann vonast eftir með flutningi frv. þessa.