02.05.1947
Efri deild: 124. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (3910)

143. mál, kvikmyndastofnun ríkisins

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. — Það er vitanlega öllum hv. þdm. ljóst, að með hinni skrifl. brtt. hv. 6. landsk. er slegið föstu, að fara skuli ákveðna leið í þessu máli, en í nál. menntmn. er tekið fram, að n. hafi ekki gert það upp við sig enn, og telur sig ekki geta það, fyrr en nánari upplýsingar liggi fyrir. Ég vil því eindregið mælast til þess, að hin rökst. dagskrártill. n. verði samþ., þar sem hún er samþ. af hæstv. menntmrh. og hann hefur nú talað hér í hv. d. á þeim grundvelli, sem lagt er til í nál., en það mundi aðeins skapa glundroða að samþykkja brtt. hv. 6. landsk., áður en nánari rannsókn í málinu er framkvæmd. Og ég held, ef þessi leið yrði ákveðin, þá væri ekki annað að gera en að reyna að koma frv. í gegnum Alþ, nú þegar. Ef þessi brtt. yrði samþ., þá mundi dagskrártill. missa gildi sitt, þar sem fyrirskipað er í þessari brtt., hvaða leið skuli farin. Og það þýðir lítið að samþykkja dagskrártill., ef fyrirskipa á með breyt. þeirri, sem hv. 6. landsk. ber fram, hvaða leið skuli farin.