19.05.1947
Neðri deild: 131. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (3953)

162. mál, húsaleiga

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Herra forseti. Snemma á þessu þingi flutti ég ásamt hv. 5. þm. Reykv. (SK) frv. til l. um breyt. á núgildandi húsaleigul. Við höfðum á síðasta þingi flutt frv. eins að efni til, en allshn., sem það fór til, varð ekki sammála um málið, og mun það hafa verið afgr. með rökst. dagskrá eða dagað uppi. Við fluttum síðan frv. á þessu þingi, og var því vísað til allshn., sem hefur haldið nokkra fundi um málið og fékk strax upplýst, að á síðasta sumri, 28. ágúst 1946, hefði ríkisstj. skipað þriggja manna n. til þess að athuga áhrif húsaleigul. og endurskoða þau og gera ákveðnar till. til úrbóta á því vandræðaástandi, sem ríkir í þessum málum hér í bænum. Meiri hl. allshn. vildi, þegar þetta mál kom til hennar, bíða eftir áliti þessara nm., enda fékkst upplýst frá einum þeirra, að von væri á áliti fljótlega. Ekki alls fyrir löngu kom svo þetta álit n. til ríkisstj., og er n. að vísu klofin um málið, þannig að tveir nm. gera ákveðnar till. og þriðji nm. gerir einnig ákveðnar till., en gengið er mislangt í þeim breyt. Allshn. fékk þetta nál., sem er mjög langt, um 60 síður vélritaðar, aðeins að láni og hefur athugað það, en hefur hins vegar ekki, samkv. ósk hæstv. ráðh., tekið upp eða látið prenta niðurstöður þessarar n., og er það vegna þess, að ríkisstj. er ekki sjálf búin að athuga þetta nál., en hæstv. ráðh. hefur leyft mér að hafa eftir sér, að fyrir næsta Alþ. muni verða þornar fram í frv.formi ákveðnar till., þ.e. frv. til l. um breyt. á gildandi húsaleigul.

Ég fyrir mitt leyti hef kynnt mér niðurstöður bæði meiri hl. og minni hl. n., og eftir atvikum get ég fellt mig við þær niðurstöður, sem þessir menn hafa komizt að. En þar sem hins vegar hæstv. ríkisstj. hefur ekki haft tíma til þess að kynna sér þetta nál., varð að samkomulagi í allshn. að leggja til, að þessu máli verði vísað til ríkisstj., og tekur n. fram, að það sé gert í því ákveðna trausti, að ríkisstj. leggi fyrir næsta Alþ. nú í haust frv. til nýrra húsaleigul., og enn fremur í trausti þess, að til grundvallar því frv. verði að verulegu leyti lagðar þær niðurstöður, sem felast í nál. meiri og minni hl. hinnar stjórnskipuðu n. Ég vil því óska þess fyrir hönd allshn., að afgreiðsla málsins verði sú, að því verði vísað til ríkisstj.