20.05.1947
Neðri deild: 133. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (3966)

138. mál, embættaveitingar og ráðning opinberra starfsmanna

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. — Ég get látið nægja örfá orð. Ég er n. þakklátur fyrir, að hún viðurkennir nauðsyn lagasetningar um þetta efni. Ég viðurkenni, að hér er um stórmál að ræða, sem krefst mikils undirbúnings, og við þann undirbúning er margs að gæta. Vegna þess get ég vel sætt mig við, að málinu sé vísað til ríkisstj. í því trausti, að hún láti hendur standa fram ár ermum og undirbúi löggjöf um þetta sem allra fyrst. Ég vil svo aðeins vekja athygli á því, að það er á misskilningi byggt, sem sumir hafa fundið frv. til foráttu, að þar væri lagt til, að undirmenn ættu að gera till. um yfirmenn sína. Það er gert ráð fyrir, að ráðh. leiti umsagnar umsagnaraðila samkv. 4.–6. gr. frv.