14.10.1946
Neðri deild: 3. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í C-deild Alþingistíðinda. (3999)

7. mál, brúargerðir

Pétur Ottesen:

Á síðasta þingi lágu fyrir samgmn. till. um breyt. á vegal. og sömuleiðis um breyt. á brúal. Þessum till. hvorum tveggja var, að því er mig minnir vegna till. frá samgmn., vísað til ríkisstj. í trausti þess, að stjórnin undirbyggi þessi mál og legði fyrir næsta þing, þ.e.a.s. það þing, sem nú er nýlega sett.

Nú vildi ég í tilefni af því, að komin eru fram frv. til vegal. og brúal., beina því til samgmrh., hvort ekki sé von á till. frá stjórninni, sem fengið hefðu undirbúning hjá vegamálastjóra, inn á þetta þing, eins og gert var ráð fyrir, því að ef svo væri, mundi það spara þm. að bera fram brtt. um þetta efni.