19.03.1947
Neðri deild: 99. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í C-deild Alþingistíðinda. (4018)

20. mál, vinnumiðlun

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. Ég tel það óheppilegt, að þetta mál skuli tekið til umr., þegar hvorki frsm. meiri hl. n.flm. málsins eru viðstaddir. Þegar frsm. minni hl. n. flytur framsöguræðu sína, er enginn til andsvara. Ég er einn af meiri hl. n., eins og þskj. 509 ber með sér, og leyfi mér að segja nokkur orð um það. Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ. Meiri hl. telur eðlilegt, að bæjarstjórn fái að tilnefna 3 menn, þar sem hún leggur fram 1/3 kostnaðar, en sé ekki í minni hl., þó að ríkið beri svo mikinn kostnað. Við lítum svo á, að ríkisvaldinu sé ekki misboðið, þó að það sleppi þessari íhlutun sinni, þar sem hér er um hreint bæjarmál að ræða.

Ég tel ekki ástæðu til þess að hafa þetta mál lengra, en ég vildi með þessum orðum mínum túlka afstöðu meiri hl. heilbr.- og félmn. í fjarveru frsm.

Ég vil svo að lokum leggja til, að frv. verði samþ.