09.05.1947
Neðri deild: 125. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í C-deild Alþingistíðinda. (4036)

20. mál, vinnumiðlun

Frsm. minni hl. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vildi aðeins skjóta því fram, að hv. þm. Ísaf. hafði verið á mælendaskrá um þetta mál. En hann er veikur nú um nokkurt skeið og hefur því ekki getað mætt á þingfundum. Ég mæli ekki með því, að þetta mál verði dregið. En þar sem nú hv. í flm. hefur óskað sjálfur eftir frestun á málinu, þá vildi ég leyfa mér að bera fram þau tilmæli, hvort ekki væri hægt að fresta nú umr. um málið, svo að hv. þm. Ísaf. gefist kostur á að halda þá ræðu, sem hann hafði óskað.