03.12.1946
Efri deild: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

19. mál, skemmtanaskattur

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. — Hæstv. forseti var að byrja þennan fund með því að tilkynna brtt. við þetta mál, sem er hér á dagskrá og var afgreitt nú sem l. frá Alþ., enda þótt hæstv. forseti bæri ekki brtt. upp við atkvgr., og má honum þó vera ljóst, að brtt. var við frv., sem þá á þeirri stundu var óafgreitt frá d., enda þótt þskjnr. brtt. standi ekki á dagskránni. Skil ég því ekki, að hæstv. forseti skuli geta látið sér sjást yfir að bera brtt. upp til atkv., þegar hann hefur lýst frá forsetastóli, að brtt. sé útbýtt á fundinum.