21.05.1947
Neðri deild: 135. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í C-deild Alþingistíðinda. (4153)

96. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. — Í byrjun desember f. á. flutti ég ásamt hv. 8. þm. Reykv. (SG) frv. til l. um breyt. á l. um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum. Frv. var þá tekið fyrir og vísað til n. Nál. kom fram frá meiri hl. 17. apríl og þ. 23. apríl frá minni hl. Málið var hér svo til umr. dagana 5., 6. og ?. þ. m. og vísað frá þann 8. — Þar sem nú er liðinn svo langur tími, frá því málið kom frá n., vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að málið verði tekið fyrir á næsta fundi, einkum og sér í lagi með hliðsjón af því, að hér er um mikið nauðsynjamál að ræða fyrir sjómannastéttina, sem þolir enga bið.