21.05.1947
Neðri deild: 135. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í C-deild Alþingistíðinda. (4154)

96. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Forseti (GÞ):

Út af orðum hv. 11. landsk. þm. vil ég segja það, að þá daga, sem ég hef verið hér, síðan hæstv. 1. forseti d. fór héðan af landi brott, hefur verið æði skipað á dagskrána og fundir staðið fram á kvöld eða nótt. Ég mun að sjálfsögðu taka málið fyrir, þegar tækifæri gefst til þess. Ég vil benda hv. þm. á, að tilætlunin er sú að ljúka þingstörfum fyrir hvítasunnu, ef mögulegt er, og er ekki líklegt, að þetta mál nái samþykki beggja d. þ., ef því lyki fyrir þann tíma, en að sjálfsögðu hef ég enga löngun til að tefja fyrir málinu.