18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í C-deild Alþingistíðinda. (4201)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð, sem ég vildi láta falla um þetta mál við 1. umr. þess. Tilefnið er það, að það er nokkuð óvanalegt, hvernig n. stendur að flutningi þessa máls, en þegar á þessu stigi væri mjög æskilegt að fá að vita, hvort hinn nefndarhlutinn, þ.e. hv. meiri hl., hefði þegar tekið afstöðu til málsins og gegn því, því að það fer ekki leynt, að héruð landsins geta ekki undir neinum kringumstæðum risið undir þeim mannvirkjum, sem fyrirhuguð eru og hér er átt við, nema að litlu leyti og með stórlánum, sem, eins og nú horfir, eru ekki fáanleg nema með aðstoð löggjafans.

Vil ég vænta þess, að frv. þetta fái verulega og alvarlega meðferð í n., þar sem hér er um nauðsynjamál að ræða.