18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í C-deild Alþingistíðinda. (4211)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að benda á það, að hjá hv. menntmn. liggur nú m.a. frv. um breyt. á l. um skemmtanaskatt. Það er eingöngu skattamál. Ég vildi enn fremur benda á, að hjá sömu n. er einnig til athugunar frv. um kirkjubyggingar. Það er um það að efni til, að ríkið skuli kosta kirkjubyggingar að 3/4 og ekkert annað. Ég vil einnig benda á, að hjá menntmn. liggur frv. um hýsingu prestssetra. — Og hvers vegna á þetta mál, sem hér liggur nú fyrir, að fara til fjhn., ef þessi önnur mál, sem ég taldi, eiga að vera til meðferðar í menntmn.? Það hefur verið sagt, að kirkjumálin hafi verið látin vera til athugunar í menntmn. Það er rétt. Og skólamál eru að sjálfsögðu sett í menntmn. En skólamál og kirkjumál hafa oft mikinn kostnað í för með sér. Hér er um skólabyggingar að ræða, og hvers vegna má þá ekki þetta mál vera í menntmn.?

Annars eru dálítið einkennilegar till. hæstv. forseta um það, hvernig mál skuli fara í n., og mætti ýmislegt nefna í því sambandi.