18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í C-deild Alþingistíðinda. (4212)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (BG):

Ég get þess, að það breytir engu um það, hvert eðlilegast er að vísa svona frv. sem þessu, sem hér er verið að afgreiða, þó að sams konar frv. kunni að hafa verið sent í menntmn. hv. þd., því að hér er um hreinan ósið að ræða. Það liggur fyrir, að þetta mál, sem hér liggur fyrir, er hreint fjárhagsmál. Og þó að hér væri eingöngu um skólamál að ræða — sem er ekki —, sem ætti að njóta þessara lána, þá ætti það að fara til fjhn. En svo er þetta frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að ábyrgjast enn fremur lán fyrir sjúkrahús, sjúkraskýli, læknabústaði, elliheimili o. s. frv.

En annars er það hlutverk hv. þd. að skera úr um það, í hvaða n. málinu verði vísað. Ég mun sem forseti beita mér fyrir, að skynsemdar sé gætt, þegar málum er skipt milli n. hv. þd.