18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í C-deild Alþingistíðinda. (4220)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Mér þykir ákaflega undarleg þessi togstreita hæstv. forseta til að vantreysta n., sem hann hefur verið í vel og lengi og er að vísu búinn að rækja svo vel störf í, að hann mætir aldrei á fundum n. Það þýðir ekkert að lýsa vantrausti á menntmn. Það vita allir hv. þm., að þetta mál er hjá menntmn. Það hefur verið athugað þar, það hefur verið rætt þar og greidd um það atkv. í n., hvort það skyldi flutt í frv.formi. — Annað mál er það, að ég skal lýsa því yfir, að ef aðrir í menntmn. ræktu svo sín störf í n. eins og hæstv. forseti hefur gert, ætti n. skilið vantraust. Og skal ég fúslega lesa upp úr gerðabók n. og sýna, hversu oft þessi virðulegi forseti hefur mætt á fundum n.