18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í C-deild Alþingistíðinda. (4222)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Hæstv: forseti hefur lýst úr forsetastóli, að ég sé ósannindamaður að því, er ég hefði sagt, að hann mætti aldrei á fundum menntmn. Ég sagði, að hann hefði nær aldrei mætt á fundum n. Mundi ég vera fús til að gefa skýrslu um það, hversu oft þessi hv. þm. hefur mætt á fundum menntmn. á síðasta þingi. En það er gott, að þessi hæstv. forseti mæli fátt, sem ýmist kann illa að haga orðum sínum vegna geðsmuna sinna eða getur varla valdið tungu sinni vegna ölvunar.