18.12.1946
Neðri deild: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í C-deild Alþingistíðinda. (4223)

117. mál, opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga

Forseti (BG):

Fyrir þessi orð hv. 6. þm. Reykv. er hann víttur. Hefur þessi hv.- þm. farið með ósannindi, þar sem hann lýsti yfir, að ég hefði aldrei mætt á fundum í menntmn. — Og þar sem þessi sami hv. þm. enn fremur segir, að ég geti ekki hreyft tungu mína vegna ölvunar, skora ég á hann að nefna stað þess og stund hér í heyranda hljóði. (SigfS: Forsetastóll er staðurinn.) Hv. 6. þm. Reykv. er víttur að nýju.