27.11.1946
Efri deild: 21. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í C-deild Alþingistíðinda. (4398)

86. mál, landshöfn og fiskiðjuver í Höfn í Hornafirði

Flm. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég mun ekki vera margorður. Ég vildi aðeins taka fram, að ég er ekki á móti að sjútvn. afgreiði málið í samráði við nýbyggingarráð.

Viðvíkjandi því, sem hæstv. ráðh. hélt fram, viðurkenni ég, að hann fer með rétt mál, að kostnaður fer allur fram úr áætlun. Ég miðaði við áætlun, sem gerð var á vitamálaskrifstofunni. En ég vil taka það fram, að í þeirri áætlun er ekki gert ráð fyrir dýpkun. Enn fremur minntist hæstv. ráðh. á, að aðrir staðir gætu heimtað það sama. Það getur verið, en við verðum að líta á þá þörf, sem fyrir er. Það er nú víðar, að ríkið byggir landshafnir. Á sama hátt er með fiskiðjuver. Hæstv. ráðh. tók vinsamlega í málið, eins og von var.