22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í C-deild Alþingistíðinda. (4458)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Það gætti nokkurs misskilnings í ræðu hv. 3. landsk. þm. (HV). Sannleikurinn er sá, að um efnisatriði. þessa frv., sem hér er til umr., er enginn ágreiningur, en hitt málið er aftur í móti deilumál, og þar er um að ræða að innleiða nýja meginreglu í íslenzka löggjöf, sem sannast að segja er nokkur ágreiningur um, m.a. innan ríkisstj., ekki þó þannig, að um andstöðu til málsins sé að sæða, heldur að það þurfi frekari athugunar við. Í þessu litla frv., sem hér um ræðir, er um enga slíka nýja meginreglu að ræða, heldur aðeins um það að láta Reykjavíkurbæ nú öðlast sama rétt og allir aðrir staðir á landinu, sem komið hafa upp vatnsveitum, hlutu, annars vegar með vatnsveitul. frá 1923 og hins vegar með breyt. á þeim l. árið 1941. En ákvæði Reykjavíkur varðandi þessi atriði eru frá 1907 og eru því nær mannsaldur á eftir tímanum. Hér er því aðeins um jafnréttismál fyrir Reykjavík að ræða með því að koma á sömu eða hliðstæðum ákvæðum eins og aðrir staðir njóta nú um þessi efni. Hitt frv. fjallar um það að taka upp stórkostlega stefnubreytingu í þessu landi, þannig að ríkið eigi raunverulega með beinum fjárframlögum að fara að standa undir vatnsveitum víðs vegar úti um land. Ég greiddi þessu máli atkv. mitt hér í þessari hv. d., en menn verða að átta sig á því, að þar er um stórkostlega stefnubreytingu að ræða, sem mikill ágreiningur er um og ég ræ engu um, hvernig fer að lokum, ekki sízt vegna þess að hv. þm. Barð. hefur nú farið um það sínum læknishöndum hér í hv. d. og breytt því, þannig að aðstandendur þess í hv. Nd. eru stóróánægðir. Til viðbótar þessu er svo ágreiningur um sjálft meginmál frv: Ég vil því vænta þess, að hv. dm. geti séð, að það kunni að vera erfitt að finna lausn á þessu stóra deilumáli í öllu því annríki, sem nú er hér á þingi, og er þetta ekki sagt af því, að ég vilji gerast meinsmaður þess máls. Vegna minnar miklu þekkingar á þessu máli get ég fullvissað hv. þm. um, að Reykjavíkurbæ er brýn nauðsyn á, að þetta frv., sem er til umr., nái fram að ganga, hvað sem hinu frv. líður. Ég hef boðizt til. þess, ef þetta mál nær hér fram að ganga, að ég skuli sjá um, að það verði stöðvað í hv. Nd., ef hitt frv. verður afgr., en ef ég hefði ekki treyst loforðum hv. þm. Barð. um, að hann skyldi sjá um, að það næði fram að ganga, hefði ég fyrr gert aðrar ráðstafanir og farið aðrar leiðir.

Svo kemur þessi hv. þm. og segir, að staðið hafi á mér, og hefur í hótunum og segir, að ef við. viljum ekki tala við sig þá á stundinni, þá skuli málið verða stöðvað. Ég vona, að. hv. d. meti slíka framkomu að verðleikum.