23.05.1947
Efri deild: 143. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í C-deild Alþingistíðinda. (4473)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. — Ég vil treysta á það, að hæstv. ríkisstj. greiði fyrir vatnsveitumálinu, sem liggur fyrir Nd., og vil ekki standa í vegi fyrir, að þetta fari sína leið gegnum þingið, og ég get ekki trúað því, að það takist ekki að koma hinu málinu í gegn. Ég treysti á, að það mál verði tekið fyrir.