09.05.1947
Efri deild: 129. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í C-deild Alþingistíðinda. (4533)

242. mál, söngskóli þjóðkirkjunar

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Hv. form. menntmn., 1. þm. Eyf., er fjarverandi. Hann gat um þetta frv. við mig sem nm., og svo geri ég ráð fyrir, að hann hafi gert við aðra hv. menntmnm. Og ég samþ. hans uppástungu um, að menntmn. tæki þetta frv. að sér til flutnings og síðan einnig á venjulegan hátt til athugunar sem n., eins og á sér stað um frv., sem flutt eru að tilhlutun ríkisstj. Menntmn. hefur óbundnar hendur um einstök atriði frv. — Mælist ég til þess, að þessu frv. verði vísa$ til 2. umr., og ef svo sýndist, gæti menntmn. skotið á fundi til þess að athuga málið.