10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í D-deild Alþingistíðinda. (4616)

123. mál, flutningur íslenzskra afurða með íslenskum skipum

Flm. (Jónas Jónsson):

Þessi till. lýtur að því, að stjórnin eigi að koma því til leiðar að íslenzkar framleiðsluvörur verði fluttar með íslenzkum skipum. Nú hefur þetta verið á annan veg um stund, að mjög lítið af vörum, sem annaðhvort hefur verið selt til Bandaríkjanna eða annað, hefur verið flutt með íslenzkum skipum, heldur hefur þetta verið flutt með skipum erlendra þjóða. Þarf ég ekki að lýsa því, hve óeðlilegt það sé, sérstaklega þegar Íslendingar eru að auka skipastól sinn, að íslenzkar vörur séu fluttar með erlendum skipum, en íslenzku skipin fari hálftóm frá landinu.

Bandaríkjamenn hafa nú gert þá kröfu til Norðmanna, að vörur frá Bandaríkjunum væru sendar með skipum frá þeim. Norðmenn undu þessu illa, en verða að beygja sig. Með þessu vilja Bandaríkjamenn tryggja sínum skipum flutning á afurðum landsins. Ég held þess vegna, að það sé ekki illa til fundið, að við reynum á sama hátt að koma flutningi okkar með okkar skipum.

Ég geri ráð fyrir, að till. þessari verði að umr. lokinni vísað til allshn.