10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í D-deild Alþingistíðinda. (4623)

114. mál, Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég get verið stuttorður um þessa till., því að ég hef látið fylgja henni grg. Laxá er einhver bezta laxveiðiá, sem til er, en laxinn gengur ekki lengra en að virkjuninni hjá Brúum. Ég álít ekki hæfa annað með slíkan kjörgrip en . að laxinn geti gengið um hana alla og álít, að það þurfi að gera í hana laxastiga. Það er að vísu nokkur kostnaður að gera þetta. Fyrir stríð var talið, að það mundi kosta um kr. 60 þús., en mundi kosta hlutfallslega meira núna. Ég get upplýst það, að veiðimálastjórinn, sem nýkominn er í embætti sitt, er ákaflega fylgjandi þessu máli. Ég hef lagt til, að stjórnin tryggi sér aðstoð manns frá þeirri þjóð, sem hefur gert laxveiðina að íþrótt, til þess að verðmæti eins og þau, sem við Laxá eru bundin, fái notið sín.

Mér virðist koma til greina að senda þessa till. til allshn. eða fjvn.umr. lokinni eftir till. forseta.