28.02.1947
Efri deild: 82. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Ég hef heyrt frá góðum heimildum. að landbn. Nd. hafi mælt með því, að Engey væri keypt til þess að koma þar upp sóttvarnastöð: Eyjan er föl fyrir 225 þús. kr., og hefur slíkt tilboð komið í hendur ríkisstj. Þetta vildi ég láta vitnast, þótt ég telji ákvæðið um sóttvarnastöð ekki eiga heima í þessu frv. Hv. þm. Barð. undraðist, að ég skyldi flytja þessar brtt., en ekki n., þar sem ég legg til, að aðeins verði eftir l. um pesta- og varnargirðingar. Hitt er sumpart lög og sumpart reglugerðir.

Ég hélt, að það væri regla, að reglugerðir, sem grundvallaðar eru á sérstökum l., féllu úr gildi um leið og viðkomandi l. eru niður felld. Lögin í 48. gr. eru í fyrsta lagi l. frá 1931 um innflutning á holdakyni. Næst eru I. frá 1933 um innflutning á holdanautgripum og hvernig blanda skuli. Þá eru l. frá 1934 viðvíkjandi hinum lögunum, t.d. um innflutning karakúlfjár, svo og reglugerðir. Þá eru l. um, hvernig blanda skuli erlent fé innlendu og hver skuli hafa umsjón með því. En eins og frv. er nú úr garði gert, á að sleppa öllu eftirliti með blöndun, en það er auðvitað stórhættulegt og má aldrei verða.

Út af brtt. frá hv. 3. landsk. get ég lýst yfir því, að „sæðing“ er komið inn í málið og er fyrst notað af Guðmundi Gíslasyni. Mþn. hefur bara ekki athugað muninn á sæðingu og frjóvgun. Ég er alveg samþykkur till. hv. 3. landsk., enda veit enginn, hvort frjóvgun verður af sæðingu, hvernig svo sem sæðingin fer fram.