17.04.1947
Sameinað þing: 43. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í D-deild Alþingistíðinda. (4728)

53. mál, meðferð opinberra mála

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Það er efalaust rétt hjá hæstv. dómsmrh., að hefði þessi þáltill. verið orðuð eins og lagt er til í till. allshn. á þskj. 525, þá getur svo farið, að það kunni að hafa fjárhagsleg útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð. Ég get þess vegna fellt mig við þá uppástungu hæstv. forseta, að á þessa umr. verði litið sem fyrri umr. og að tvær umr. verði látnar fara fram um till. Tel ég það ekki óeðlilega málsmeðferð. Ég vil nota tækifærið til þess að bera mig saman við allshn. um uppástungu hæstv. dómsmrh., að n. beri fram sjálfstæða till. í stað þess að samþykkja þessa brtt. við upprunalegu till. En ég tel líklegt, að nefndin líti þannig á, að eðlilegt sé að hverfa að því ráði, sem hæstv. dómsmrh. hefur stungið upp á.