05.05.1947
Sameinað þing: 50. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í D-deild Alþingistíðinda. (4755)

171. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég verð sem flm. þessarar þáltill. að þakka hv. allshn. fyrir þann skilning, sem fram kemur í áliti n. á þskj. nr. 735, þar sem hún undirstrikar það, sem kemur fram í þáltill. minni, að fyllsta nauðsyn sé á að endurskoða gildandi l. um þetta eftirlit. Hins vegar hefði ég heldur kosið, að álit hv. allshn. hefði getað verið þannig, að hún hefði verið með nefndarskipun um þessa endurskoðun. Ég er þeirrar skoðunar, að fyrsta trygging þess, að eitthvað verði gert í þessu máli, sé sú, að n. sé skipuð af þeim mönnum, sem mestu skiptir, að eftirlitið með verksmiðjum og vélum sé framkvæmt rækilega, og það eru verkamenn og verksmiðjueigendur. Og mér finnst rétt, að hæstv. Alþ. láti í ljós skýrt álit sitt á þessu á þann veg, sem í þáltill. minni greinir, og þannig skýrar en gert er ráð fyrir í áliti hv. allshn.

Hv. þm. Barð. hefur komið fram með brtt. á þskj. 745 við þáltill.brtt. er nær upprunalegu till. minni en till. hv. allshn. Þar er að vísu sú meginbreyt., að í þessari brtt. er gert ráð fyrir, að n. sé látin hafa það sérstaka veganesti, að til sé tekið, hvaða takmörkum eigi sérstaklega að ná með endurskoðuninni. Þessi n. skal eftir þeirri brtt. skipuð einum manni tilnefndum af Vinnuveitendafélagi Íslands, í stað þess að í minni upprunalegu till. er gert ráð fyrir, að Félag íslenzkra iðnrekenda skipi einn manninn, en hinir nm. er gert ráð fyrir í brtt., að verði skipaðir á sama veg og í þáltill. minni er gert ráð fyrir. — Ég mundi fremur kjósa, að brtt. hv. þm. Barð. yrði samþ. en till. hv. allshn. En ég vildi þó heldur, að samþ. yrði till. hv. allshn. en að þáltill. yrði alveg svæfð. — Ég veit ekki, hvernig hæstv. forseti ber þetta mál upp við atkvgr. En mér fyndist eðlilegast, að brtt. hv. þm. Barð. væri borin upp fyrst, á undan till. hv. allshn.

Þetta mál, hvernig eftirlitið er nú í þessum efnum í landinu, er komið á það stig, að það er ekki lengur hægt að draga að gera þar á breyt. Það er rétt, sem hv. þm. Barð. sagði, að framkvæmd lagaákvæða um eftirlit með verksmiðjum og vélum er í fullkomnum ólestri og hefur verið það undanfarin ár. Og það eru ekki aðeins þau l., sem endurskoðunar þurfa, um eftirlitið með þessum hlutum, heldur líka l. um bótagreiðslur í þessu sambandi. Þess vegna er það fullkomlega réttmætt, að hér sé breyt. á gerð. Það er krafa verksmiðjufólksins, og það er sérstaklega þess vegna, sem ég berst fyrir því, að þessi endurskoðun á l. fari fram og það mjög fljótlega.