22.04.1947
Neðri deild: 117. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta mál liggur það ljóst fyrir, að ekki þarf að ræða það ýtarlega. En það kom fram hjá hv. 1. þm. Skagf., að ágreiningur milli meiri hluta og minni hluta er ekki um það, hvort nauðsyn sé á að reisa sóttvarnarstöð, heldur um það, hvort ákvæði þess efnis skuli vera í þessum l. eða bíða í trausti þess, að slíkt frv. yrði samþ. í Ed. Það er nú svo komið, að búast má við, að það frv. verði ekki samþ. á þessu þingi, og eru báðir þm. Skagf. á móti því frv., þar sem annar þeirra er á móti öllum innflutningi sauðfjár. en hinn vill, að hann sé nokkru meiri en gengið var út frá í okkar frv. Að öðru leyti skal ég ekki fjölyrða um þetta, en ég vil, að sóttvarnarstöðinni sé komið á, og er þá réttara að hafa ákvæðin í þessu frv. en að biða hins frv.. sem óvíst er um.