05.11.1946
Sameinað þing: 7. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 168 í D-deild Alþingistíðinda. (4896)

328. mál, húsnæði handa rektor menntaskólans í Reykjavík

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég er samþykkur því, að þetta mál verði athugað nánar, og greiði ég því atkv. með till., þótt mér þyki hins vegar leitt, að yfirmaður menntamálanna skuli ekki vera viðstaddur, þegar slíkt mál sem þetta er til meðferðar, en ég sé, að hann vantar og alla eða flesta hans flokksmenn hér á Alþ. Má því segja þar um, eins og stendur í gömlu kvæði:

„Til kojs var kominn þá

kapteinn og hásetar.“

Ég segi því já við þessari till.