10.12.1946
Sameinað þing: 16. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (4926)

269. mál, héraðabönn

Gísli Jónsson:

Ég skal ekki hafa mörg orð, en ég mótmæli því, að hv. 3. landsk. geti verið nokkur hæstiréttur í fylgi manna við áfengismálið eftir því, hvernig þeir greiða atkv.

Ég vil segja, að ég er andvígur héraðabönnum vegna þess, að ég hef komizt að því, hvernig þau verka, en frábið mér hæstaréttardóm hans af þeirri ástæðu. Ég vil segja þetta, af því hann þykist geta flokkað menn eftir því, hvernig þeir greiði hér atkv., en ég er reiðubúinn til að taka höndum saman við þá menn, sem vilja vinna skynsamlega að málinu og hafa kjark til þess að segja nei, þar sem það á við.