10.02.1947
Sameinað þing: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í D-deild Alþingistíðinda. (5007)

277. mál, störf stjórnarskrárnefnda

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Eins og hv: fyrri flm. þessarar till. hefur tekið fram, er það þannig, að í samkomulagi því, sem gert var, áður en núv. ríkisstj. tók við völdum, var ákvæði um að hraða endurskoðun stjskr. Stjórninni hefur ekki enn þá unnizt tími til að taka til athugunar, á hvern — hátt endurskoðuninni verði bezt hagað í framtíðinni.

Eins og tekið var fram af frsm., hefur það verið þannig, að að endurskoðun stjskr. hafa starfað tvær n., önnur kosin af Alþ., en hin skipuð af stjórninni eftir tilnefningu stjórnmálaflokkanna. Það fór svo, að sérstaklega sú n., sem skipuð var af stjórninni eftir tilnefningu, gat ekki unnið eins og gert hafði verið ráð fyrir í öndverðu, m.a. vegna þess, að form. hennar dó fyrir nokkru síðan, og hefur ekki verið skipaður form. í hans stað. Það er gert ráð fyrir, að stjórnin taki til athugunar, á hvern hátt bezt verði framkvæmd sú endurskoðun á stjskr., sem gert er ráð fyrir og samþ. hefur verið af Alþ. Á þessu stigi málsins get ég ekki sagt um, á hvern hátt endurskoðun stjskr. verði hraðað sem mest, en stjórnin mun brátt ræða við þá menn, sem frá öndverðu hafa fylgzt með málinu, og þá sérstaklega hv. þm. V-Sk. (GSv), en eins og er, er ekki hægt að gefa ákveðna yfirlýsingu um það, hvernig endurskoðunin muni fara fram.

Ég vildi leyfa mér að leggja til, að umr. um þáltill. verði frestað og henni vísað til allshn. Sþ. Allshn. gæti svo átt samræður við stjórnina, og gæti svo komið fram annaðhvort með ályktun eða yfirlýsingu um það, á hvern hátt þessi endurskoðun ætti að fara fram, svo fljótt sem tími og tækifæri leyfir.

Ég vænti þess, að hv. flm. hafi ekkert við það að athuga, að till. verði frestað og vísað til allshn. Sþ. á þessu stigi málsins.