10.02.1947
Sameinað þing: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í D-deild Alþingistíðinda. (5112)

329. mál, menntaskólinn í Reykjavík (till.GÞG og JJ)

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég ætlaði nú að fara fram á það við hæstv. forseta, að málinu væri frestað, en varð of seinn að bera þá ósk fram í upphafi. En ég vil nú leyfa mér að fara fram á það við hæstv. forseta, af því að ég hef ekki haft tíma til að athuga þetta mál, að þessari umr. ljúki a.m.k. ekki nú, svo að mér gefist tími til að athuga málið í ráðuneytinu.