23.05.1947
Sameinað þing: 58. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í D-deild Alþingistíðinda. (5139)

291. mál, samvinna ísl. þegna við þjóðverja

Ólafur Thors:

Ég er form. þeirrar n., sem fjallar um þetta mál, og ég get lýst því yfir, að utanrrh. hefur tekið málið fyrir eða hlutazt til um, að það væri tekið til umr. í n. Utanrmn. og hæstv. utanrrh. hafa hafizt handa í málinu og gert allt það, sem skylt er og hægt er að gera í því, og mér hefur skilizt á hv. flm., að hann hafi tekið gilt það, sem búið er að gera í málinu. Ég vil taka þetta fram, úr því að hv. flm. till. hefur ekki fengið þá meðferð á till., sem hann er ánægður með.