23.05.1947
Sameinað þing: 58. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í D-deild Alþingistíðinda. (5140)

291. mál, samvinna ísl. þegna við þjóðverja

Gísli Jónsson:

Út af ræðu hv. þm. GK., form. utanrmn., vil ég taka það fram, að það er misskilningur, að ég hafi sætt mig við afgreiðslu málsins. Ef till. er lesin, sést, að hún er um gagngerða rannsókn í málinu. Ég hef fengið skýrslu um rannsókn, sem hæstv. utanrrh. hefur látið gera, og ég get fullyrt, að það eru miklu öruggari og betri skýrslur til en þær, sem liggja fyrir. Ég krefst því þess, að það gangi um það efnislegur úrskurður Alþ., hvort það vill láta þessa rannsókn fara fram. Ég vil því vænta þess, að hæstv. forseti taki till. á dagskrá á næsta fundi til þess að fá um hana efnislega afgreiðslu. Að öðru leyti skal ég ekki tefja umr.