24.05.1947
Sameinað þing: 60. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í D-deild Alþingistíðinda. (5142)

291. mál, samvinna ísl. þegna við þjóðverja

Gísli Jónsson:

Ég vil þakka forseta fyrir að taka þetta mál á dagskrá í lokaönnum þingsins og auk þess hæstv. dómsmrh. fyrir það, sem hann hefur látið gera í málinu, m.a. til að fá lausa þá menn, sem um ræðir í bréf til mín 21. maí. En með því að enn eru nokkrir Íslendingar, sem ekki hefur tekizt að fá frelsaða úr ánauð, auk þess sem till. fer fram á að safna fullkomnum skýrslum um mál þessara manna, þá óska ég eftir, að till. komi til atkv., þó að hún hafi ekki verið afgr. frá n., nema því aðeins að hæstv. utanrrh. sjái sér fært að lýsa því hér yfir á Alþ., að hann muni láta framkvæma málið eins og till. gerir ráð fyrir, þá mun það að sjálfsögðu nægja á þessu stigi málsins.