23.04.1947
Sameinað þing: 45. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

12. mál, fjárlög 1947

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Þegar fjárlagafrv. fyrir árið 1947 var afgr. fyrir mánuði síðan til 2. umr., þá var rekstrarhalli frv. rúml. 30 millj. kr. Greiðslujöfnuður var óhagstæður um rúml. 42 millj. Og þar sem fyrir lágu ýmsar brtt. við frv., sem flestar höfðu verið teknar aftur til 3. umr., en námu samanlagt um 20–30 millj., þá var sýnilegt, að taka varð málið aftur til rækilegrar athugunar í fjvn. Það segir sig sjálft, að það hefur tekið langan tíma að afgreiða þetta mál, einkum þegar þess er gætt, að ríkisstj. hafði beitt sér fyrir því, að gerð væri viðtæk breyting á frv., frá því sem það var lagt fram, við 2. umr. Varð því að leita eftir samkomulagi við einstaka þm. og milli hinna ýmsu flokka um afgreiðslu fjárlagafrv. Þær brtt., sem bornar eru fram af n. sameiginlega, eru byggðar á þessu samkomulagi. En ekki hefur tekizt í fjvn. að ná samkomulagi um allar brtt., sem fram eru bornar. Á þskj. 691 eru brtt. frá n. í heild, en á þskj. 692 eru brtt. frá meiri hl. n. Ég mun nú fara nokkrum orðum um þessar brtt., eins og þær liggja fyrir. Mun ég fyrst ræða um brtt. á þskj. 691.

Fyrsta brtt. á þskj. 691 er við 2. gr. fjárl. Vörumagnstollurinn er hækkaður úr 12 millj. upp í 17 millj. og 400 þús. Verðtollurinn er hækkaður úr 50 millj. upp í 72 millj. og 500 þús. Innflutningsgjald af benzíni er hækkað úr 2 millj. upp í 5 millj. og 800 þús. Gjald af innlendum tollvörum hækkað úr 1 millj. og 500 þús. upp í 3 millj. Bifreiðaskatturinn er hækkaður úr 1 millj. og 500 þús. upp í 3 millj. og 300 þús. Er þetta gert samkv. útreikningi fjmrn. á þeim tekjum, sem l. þau, er hér hafa verið til meðferðar undanfarið, munu gefa ríkissjóði. Það leiðir af sjálfu sér að taka þetta inn í fjárlagafrv. Vildi meiri hl. n. taka þetta inn á 2. gr., eins og ég hef lýst. En þótt ég teldi það ekki alls kostar rétt, eins og ég tók fram í hv. Ed., þá gerði ég ekki ágreining um það í n. Var það því sett þannig, eins og samkomulag varð um.

6. brtt. er um, að liðurinn orðist þannig: Til byggingar fangahúsa 357 þús. kr. Á fjárlagafrv. á þskj. 571 er þessi liður þannig, að 20 þús. eru ætlaðar í þessu augnamiði. En það þótti nauðsynlegt að hækka liðinn eins og hér er lagt til. — 7. brtt. er till., sem fjvn. tók aftur til 3. umr. Nú ber hún till. fram að nýju og leggur til, að liðurinn lækki um 50 þús., en er þó 20 þús. kr. hærri, en í síðustu fjári. Það var samkv. ósk hæstv. félmrh., að liðurinn var hafður hærri, en á síðustu fjárl.

8. brtt. er við 13. gr. Þar er tekinn inn nýr liður, undirliður. Þetta var undirliður á þskj. 571 og var 43.500 kr., en er nú hækkaður um 2.000 kr. Var þessi samþ. gerð, áður en 2. umr. fór fram, en féll af vangá niður, bæði undirliðurinn og hækkunin. — 9. brtt. er við 13. gr. Þar er um að ræða nokkra hækkun til vöruflutninga til Öræfa í Austur- Skaftafellssýslu, eða úr 10.000 kr. upp í 29.800. Var samkomulag um þetta atriði. — 10. brtt. er hækkun til bátaferða, fyrir 500 þús. komi 916.200 kr. Er það í samræmi við till. hv. samgmn., eins og hún hefur gert grein fyrir. — 11. brtt. er einnig varðandi 13. gr. Þar er um að ræða hækkun á tillagi til hafnarbótasjóðs um 350 þús. kr. Fjvn. hafði í raun og veru hækkað þetta framlag um 700 þús., áður en 2. umr. fór fram, en breyt. féll niður af vangá. — Þá er lagt til að taka upp nýjan lið, B-lið, til ferjuhafna: 1. Arngerðareyri 42.500, 2. Gemlufall 17.000 kr. og 3. Hvalfjörður 255.000 kr.

12. brtt. er við 14. gr. Það eru tveir nýir liðir: Til stúdentaskipta o.fl. samkv. ráðstöfun stúdentaráðs 10.000 kr. og til kaupa á herbergi í Árósaháskóla til afnota fyrir íslenzka stúdenta kr. 9.000. — 13. brtt. er samkomulagstill. milli n. og menntmrh. Þessi till. var tekin aftur til 3. umr. sökum framlags til sundkennslu. Liðurinn er hækkaður úr 120 þús. upp í 170 þús. kr., og hefur hæstv. ráðh. fallizt á þessa hækkun.

Þá er 14. brtt. breyt. á 15. gr. Þessi till. var tekin aftur hjá n., en hún setti inn í hana 60 þús. kr. En eins og hv. þm. er kunnugt, hefur náttúrugripasafnið verið afhent ríkinu. Hæstv. menntmrh. þykir nauðsyn til bera, að þessu sé breytt. Nemur nú greiðslan kr. 84.880. — Auk þess er tekinn upp nýr liður: 9.000 kr. til hins ísl. náttúrufræðafélags. Það var eindregin ósk ráðuneytisins, að félagið fengi nokkurn styrk, þótt það hafi afhent safnið. — Þá er hér 15. brtt. Hún er einnig varðandi 15. gr., um að greiða 10 þús. kr. til bókhlöðu Stykkishólms. Hún er 100 ára gömul á þessu ári. Það var óskað eftir 50 þús. kr., en n. hefur ekki séð sér fært að veita meira en 10 þús. kr. — 16. brtt. er líka við 15. gr. Það er aðeins umorðun. Þessi upphæð var í frv. eftir 2. umr. Þetta er til Hins ísl. fræðafélags til útgáfustarfsemi. Áður hefur þetta verið bundið við að gefa út ákveðnar bækur, en þar sem þeirri útgáfustarfsemi er nú lokið, þá er þetta veitt til almennrar útgáfustarfsemi fyrir félagið. — 17. till. 10.000 kr. framlag til ætt- og mannfræðifélagsins. — 18. till. 25.000 kr. hækkun á grunnstyrk til skálda og listamanna. Og í staðinn fyrir 285 þús. kr. verðlagsuppbót komi 332.500 kr. Þetta er ósk frá ríkisstj., sem fjvn. hefur fallizt á. — 19. brtt. er nýr liður: Til Þorsteins Hannessonar til söngnáms erlendis kr. 6.000. Þetta er samkv. ósk frá ríkisstj. — 20. brtt. er um hækkun á framlagi til rannsóknaráðs, 15 þús. kr. hækkun.

21. brtt. er nýir liðir: a. Til sjóvarnargarðs á Álftanesi 51 þús. kr., b. Til sjóvarnargarðs á Garðskaga 42.500. — Ég vil í sambandi við 15. gr. benda á, að fjvn. tók aftur til síðari umr. 87 þús. kr. lið vegna fræðimanna, sem hafði staðið í frv., þegar það var fyrst lagt fram. Fjvn. var sammála um að bera ekki fram brtt. nú og að fella þennan lið niður. En hún væntir þess samt, að þeir, sem skipta þessu fé, gæti meira en verið hefur samkv. gögnum, er fyrir liggja, að fénu sé varið til þess, sem ætlað var í fjárl., þ.e. til fræðimanna og vísindamanna. En samkv. skjölum, er liggja fyrir frá menntamálaráði, er langmestu fénu varið til manna, sem flestir eru á fullum launum og það háum launum, og því hærri virðist styrkurinn vera, sem launin eru hærri hjá viðkomandi manni. Sumir þessara manna eru skólastjórar, kennarar og aðrir fastir starfsmenn hjá ríkinu, og er engin ástæða til að úthluta styrk þessum sem launahækkun. Þessu á að vera úthlutað sem viðurkenningu fyrir ákveðið verk, og væntir fjvn., að þetta verði tekið til athugunar hjá menntamálaráði, þegar það úthlutar þessu fé.

22. brtt. er um, að tekin sé upp aftur till. fjvn. um breyt. á liðnum á 16. gr. A.18, viðkomandi skógræktinni. Eins og menn muna, þá er þetta lækkað um 225 þús. kr. í brtt. frá því, sem það er í frv. En tillagið er þó 80 þús. kr. meira, en skógræktin fékk á síðasta ári. Fjvn. hefur orðið sammála um að taka þessa brtt. upp aftur og væntir þess, að hér verði þetta framlag til skógræktarinnar lækkað um 225 þús. kr. samkv. þessari brtt. — Ég vil að gefnu tilefni taka fram, að vel getur komið til mála, að skógræktin þurfi að fá sérstaka fjárveitingu vegna Heklugossins til þeirra skóga í Rangárvallasýslu, sem ríkið á þar. En það er ekkert lagt fram hér sérstaklega til þeirrar starfsemi, og má búast við, að framlag til þessa verði tekið inn í þann lið, sem síðar meir kann að verða ráðstafað úr ríkissjóði vegna Heklugossins almennt. — Ég vil einnig taka fram í sambandi við þennan lið, að fyrir lágu erindi frá hv. þm. Skagf. um að verja nokkru fé úr ríkissjóði til skógvörzlunnar í Skagafirði. Fjvn. vildi ekki sundurliða kostnaðinn við skógræktina, en væntir þess, að skógræktarstjóri, sem hefur fengið þessa heildarupphæð til úthlutunar, láti halda uppi skógvörzlu í Skagafirði af þessu fé, eins og nauðsyn ber til, líkt og á öðrum stöðum á landinu. Ég tel, að hv. þm. Skagf. geti vel fellt sig við þá lausn málsins. — Þá er 23. brtt., sem fjvn. tók aftur við 2. umr., um lækkun á framlagi til búreikningaskrifstofu um 20 þús. kr. Fjvn. hefur tekið þessa brtt. upp aftur. Við 2. umr. var framlagið til Búnaðarfélags Íslands hækkað um 200 þús. kr., og þess er vænzt, að ef þessar 20 þús. kr. nægja ekki til þess að reka þessa starfsemi, búreikningaskrifstofuna, þá muni búnaðarfélagið hafa einhver ráð til þess að sjá um þessa starfsemi. eins og var, áður en þetta var gert að sérstakri stofnun. — 24. brtt. er um 100 þús. kr. hækkun á styrk til nýrra mjólkurstöðva, þó ekki yfir 1/4 byggingarkostnaðar. Á fjárlagafrv. er þessi liður aðeins 300 þús. kr. til byggingar nýrrar mjólkurstöðvar í Reykjavík. En fjvn. hefur fallizt á að hækka þennan lið um 100 þús. kr. og láta þetta ná til allra mjólkurstöðva á landinu, sem er gert í samráði við landbrh., bæði umorðunin á liðnum, sem í brtt. felst, og hækkunin á framlaginu upp í 400 þús. kr. — Þá hefur orðið samkomulag um að taka upp nýjan lið, til tóvinnuskóla Halldóru Bjarnadóttur á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, 30 þús. kr., samkvæmt ósk hæstv. ráðh. — 26. brtt. er um hækkun framlags til jarðborana og gufuvirkjunarrannsókna um 290 þús. kr., úr 333.400 kr. í 623.400 kr. Er þetta eftir ósk ráðuneytisins, og hefur fjvn. fallizt á að leggja til, að þetta verði samþykkt.

27. brtt. er nýr liður um framlag til elliheimilisins á Seyðisfirði. 2 þús. kr. — En 28. brtt. er tekin aftur upp af fjvn., þó nokkuð breytt. Fjvn. hafði tekið þessa brtt. aftur til 3. umr. Hún hafði lagt til við 2. umr., að í staðinn fyrir 40 þús. kr. kæmu 20 þús. kr. til kostnaðar við barnaverndarráð. En samkomulag hefur orðið um, að þetta framlag verði 30 þús. kr. — 29. brtt. er nýr liður, um, að til starfskvennaskóla Sumargjafar verði veittar 20 þús. kr. Er það samkv. ósk hæstv. menntmrh. 30. brtt. er nýr liður, og er í tveimur liðum, a og b. A-liður um það, að til alþjóðaflóttamannastofnunarinnar verði veittar 200 þús. kr., sem er samkv. eindreginni ósk hæstv. ríkisstj. En b-liður er um að greiða til Geirs F. Sigurðssonar, fyrrv. lögregluþjóns, sjúkrastyrk vegna meiðsla, sem hann hafði fengið í þjónustu ríkisins, 6 þús. kr. Fjvn. þótti ekki rétt að taka þetta inn á 18. gr., enda er ekki ætlazt til þess, að greidd verði á þetta dýrtíðaruppbót. Er þetta aðeins tekið inn þetta ár, til að byrja með a.m.k. — 31. brtt. er um 25 þús. kr. hækkun á styrk til Hallveigarstaða, sem er einnig samkv. ósk hæstv. ríkisstj. — Og 32. brtt. er um 400 þús. kr. framlag til íbúðarhúsabygginga samkv. 3. kafla l. nr. 44 7. maí 1946, til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum. Þess hafði verið óskað frá hæstv. félmrn., að tekin væri upp 900 þús. kr. fjárveiting í þessu skyni. En í fyrsta lagi lágu ekki fyrir nein gögn um, að raunverulega þyrfti þá upphæð fram að leggja í þessu skyni, auk þess sem hæstv. ríkisstj. hefur lagt til aðeins, að styrkurinn væri 400 þús. kr. til þessa á fjárl.

33. brtt. er við 18. gr. Þar er gert ráð fyrir að hækka um rúmar 2 þús. kr. greiðslur til póstmanna. Vegna Hannesar Jónssonar á Núpsstað, sem hefur gegnt póstþjónustu á erfiðum leiðum í mörg ár, er hækkunin um 1.137 kr. á ári, og vegna Carls Berndsens á Skagaströnd, sem hefur gegnt póstafgreiðslustarfi þar í 51 ár og mun vera sá embættismaður, sem hefur starfað mestan árafjölda fyrir ríkið og hefur nú látið af starfi rúmlega 70 ára gamall. Eru honum ætlaðar 1.200 kr. í eftirlaun. Og báðum þessum mönnum er ætlað að fá dýrtíðaruppbót á þessi laun. — Þá er í 34. brtt. gert ráð fyrir, að hækkaður sé liðurinn II á 18. gr. Það er ætlað til Jóns Magnússonar yfirfiskimatsmanns í Reykjavík, sem lætur af störfum í sumar. — Og er það eina hækkunin á þeim lið. — 35. brtt. er um, að liðurinn Guðríður Jóhannsdóttir falli niður, sem er vegna þess, að fjvn. hefur fengið áreiðanlegar fregnir um, að hún hefur látizt, síðan 2. umr. fjárl. fór fram. — 36. og 37. brtt. eru aðeins leiðréttingar á heimilisfangi. — 38. brtt. er nýr liður, um, að Ragnheiður Jónasdóttir, ekkja Árna Jónssonar frá Múla, fái 3 þús. kr. árslaun, sem fjvn. hefur fallizt á.

39. brtt. er um hækkun á framlagi til vita, gerð í samráði við hæstv. ríkisstj., úr 350 þús. kr. í 680 þús. kr. eða um 330 þús. kr. Þetta er eitt af því, sem fjvn. var ekki búin að ganga frá við 2. umr., vegna þess að þetta er á 20. gr. — 40. brtt. er nýr liður, um flugskýli á Austurlandi. og er samkv. ósk frá hæstv. ríkisstj. að taka upp 255 þús. kr. til þess. — 41. brtt. er um, að framlag til byggingar heimavistarhúss við Menntaskólann á Akureyri hækki úr 250 þús. kr. í 552.500 kr. Það er hugsað að reyna að koma nokkru af þessari byggingu undir þak á næsta sumri, og er miðað við, að þetta fé muni hrökkva langdrægt til þess, að hægt verði að ljúka því. — Þá er 42. brtt., um að framlag til bygginga á prestssetrum hækki úr 450 þús. kr. í 850 þús. kr., eða um 400 þús. kr. — Þá er í sömu brtt., b-lið.1, lagt til að taka upp nýjan lið til byggingar stuttbylgjustöðvar í Gufunesi. 425 þús. kr., sem hefur verið óskað eftir af póst- og símamálastjóra. sem telur, að ekki sé hægt að starfrækja veðurathuganir í sambandi við flugferðir, nema þessi stöð komi upp. Taldi fjvn. rétt að fallast á rök póst- og símamálastjóra í þessu máli. — Þá er liðurinn 41,b.2 einnig nýr liður. um 1.402.500 kr. framlag til dýpkunarskips, sem væntanlegt er til landsins nú í næsta mánuði.

Þá hafði fjvn. ekki gert neinar brtt. við 22. gr. við 2. umr. En þær brtt. fjvn. liggja nú fyrir hér á þskj. nr. 691. Í fyrsta lagi er þar 44. brtt. aðeins leiðrétting, að í staðinn fyrir 1946 komi 1947, í IX. lið 22. gr. Þetta er í sambandi við styrk til landssýningar í Reykjavik, sem á að halda á árinu 1947. — 43. brtt. er hækkun á framlagi til að byggja embættisbústaði fyrir héraðsdómara. — 45. brtt. er nokkrir liðir, sem sumir hafa verið á fjárl. síðasta árs og sumir stöðugt á fjárl. undanfarinna ára, og nokkrir nýir liðir, sem ég skal gera nokkra grein fyrir. — A-liður er um að greiða til Húsmæðraskólans á Hallormsstað fyrir að kenna kennslukonuefnum vefnað 5 þús. kr., sem staðið hefur á fjárl. undanfarið, og er fullkomið samkomulag um hann viðkomandi fjárl. þessa árs.

— B-liður er um að greiða Matthíasi lækni Einarssyni prófessorslaun, er hann lætur af yfirlæknisstörfum í Landakotsspítala. Þetta var á fjárl. í fyrra. Hann hefur ekki enn látið af embætti, en það þótti rétt að taka þessa heimild einnig upp nú. — C-liður er um að greiða allt að 300 þús. kr. í endurbyggingarstyrki til sveitabýla. ef framlagið í 16. gr. hrekkur ekki til. Það kom till. frá nýbýlastjóranum um að hækka framlagið til þessarar starfsemi um 600 þús. kr. En það varð að samkomulagi við hæstv. landbrh. að hafa þann hátt á að taka á heimildagr. 300 þús. kr. viðbót við það, sem er á fjárl. ætlað til þessa, og féllst fjvn. á að leggja til, að þetta yrði tekið upp. — Þá er undir d-lið að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs lán fyrir Sláturfélag Austur-Húnvetninga til þess að stofna mjólkurbú, allt að helmingi stofnkostnaðar. Þetta er eingöngu endurveiting, sem stafar af því, að það var ekki búið að ganga frá lánveitingunni af sérstökum ástæðum á vissum tíma, og sá fjvn. ekki ástæðu til annars en að taka þetta upp aftur. — E-liður er um að greiða 6 þús. kr. til fyrirhleðslu í Staðará gegn greiðslu 1/3 kostnaðar annars staðar að. Það er endurveiting. —

F-liður er um að verja allt að helmingi af lóða- og jarðaleigum úr Vestmannaeyjum árið 1946 til varnar gegn landbroti og uppblæstri í Vestmannaeyjum. Þetta hefur jafnan verið samþ. á undanförnum árum, og sá ekki fjvn. ástæðu til annars en að taka þetta upp nú. — G-liður er um að greiða fyrrv. sakadómara, Bergi Jónssyni, full laun fyrir árið 1947. Það var fullt samkomulag um þetta í fjvn. — Þá er h-liður um að verja allt að 20 þús. kr. vegna þátttöku Íslendinga í málverkasýningu í Stokkhólmi og vegna sýningar á úrvali úr sömu sýningu í Reykjavík. Þetta er samkvæmt ósk hæstv. menntmrh., og hefur fjvn. fallizt á það. — l-liður er um að verja allt að 700 þús. kr. til endurbyggingar á Þjórsárbrú. Þetta er lagt til í samráði við hæstv. ríkisstj. og hæstv. samgmrh., sem taldi, að tæplega mundi þurfa meira fé til brúarframkvæmdarinnar, en þær 700 þús. kr., sem hér er talað um, á þessu ári. og enda vafasamt, að undirbúningur væri kominn svo langt, að gripa þyrfti til þessarar heimildar. — J-liður er um að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs rekstrarlán fyrir Samband íslenzkra byggingarfélaga, allt að 750 þús. kr., gegn þeim tryggingum. er stjórnin metur gildar. Fyrir þessu er meiri hl. í fjvn., þó hins vegar að komið hafi einnig þar fram nokkur ágreiningur. þá var hann ekki það stór, að það þætti ástæða til að bera hann fram á sérstöku þskj. — K-liður er um að veita Ingibjörgu Jóhannsdóttur allt að 50 þús. kr. byggingarstyrk til húsmæðraskóla á Löngumýri. Hefur fjvn. fallizt á að taka þessa brtt. upp. — L-liður er um að verja allt að 20 þús. kr. til þess að láta grafhellur á leiði nokkurra skálda. Í sambandi við þennan lið vil ég taka fram, að hér liggur fyrir þáltill. frá hv. þm. S-Þ., þar sem talið er upp, á hverra leiði slíkar hellur skuli lagðar, og vil ég í sambandi við þetta leyfa mér að taka hér fram, að vegna leiðis Guðmundar Kambans óska ég ekki eftir, að farið verði að verja fé úr ríkissjóði að svo stöddu til þess að leggja grafheilu á það. Sumpart tel ég sjálfsagt að fá um það samþykki ættingja hins látna skálds, og hins vegar tel ég líka, að fullkomlega ætti að ganga frá málum í sambandi við kröfur á hendur danska ríkinu út af þeim málum, áður en lagt er fé úr ríkissjóði til þessa. Óska ég, að hæstv. ráðh. hafi a.m.k. samráð um þetta við viðkomandi ættingja. Og ég vil í sambandi við þetta benda á, að mér þykir eðlilegt, að slíkt samráð væri haft við ættingja fleiri þessara skálda, sem um getur í áminnztri þáltill., þar sem þeir kunna að vera á lífi. — Hefur fjvn. fallizt á þessa heimild. M-liður er um að verja allt að 225 þús. kr. til kaupa á Engey með öllu tilheyrandi. Ég geri ráð fyrir, að hér sé um hagkvæm kaup að ræða. — N-liður, sem fjvn. hefur fallizt á, er um að verja allt að 500 þús. kr. til byggingar fávitahælis. O-liður er um að greiða allt að 100 þús. kr. til byggingar sjómannaheimilis í Vestmannaeyjum gegn a.m.k. 2/5 hlutum annars staðar að. — P-liður er um að greiða Sigurði Guðmundssyni skólameistara full laun, ef hann lætur af embætti. Það er talað um samkv. bréfi, sem hann hefur ritað, að hann muni ef til vill láta af embætti á næsta hausti, og þá er ekki nema um nokkurn hluta úr ári að ræða, sem þessi heimild tekur til. — Q-liður er um að greiða Vigfúsi Einarssyni skrifstofustjóra full laun, ef hann lætur af embætti. Hefur fjvn. fallizt á það. — En ég vil leyfa mér að benda á, að hér sé farið inn á mjög vafasama braut, því ef á að taka þann hátt upp að heimila jafnan ríkissjóði að setja hvern embættismanninn eftir annan, sem lætur af embætti, á full laun, þá er mjög erfitt að stöðvast á þeirri braut við einn embættismann, þegar byrjað er á þessu gagnvart öðrum embættismönnum. Hins vegar hefur fjvn. á þessu stigi ekki viljað neita hæstv. ríkisstj. um að bera fram þessa brtt. En fjvn. vill hins vegar, áður en hún lýkur störfum á þessu þingi. senda hæstv. ríkisstj. bréf um 18. gr. almennt, vegna þess að henni finnst þar um mikið ósamræmi að ræða. Og sú gr. þyrfti að athugast mjög rækilega fyrir næsta fjárlagaþing. — R-liður er um að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs 400 þus. kr. lán fyrir Hveragerðishrepp til hitaveituframkvæmda, þó ekki yfir 85% af kostnaðarverði. Um þetta hefur fordæmi verið gefið áður viðkomandi Reykjavik. Fjvn. sér ekki ástæðu til annars, en að leggja til, að þetta verði einnig gert hér. Hér ætti ekki að vera um áhættu að ræða fyrir ríkissjóð. vegna þess að það er enginn vandi að taka það mikið hitagjald á þessum stað, að fyrirtækið standist, enda á ríkisstj. að meta þær tryggingar, sem látnar eru í té fyrir þessari ábyrgð. — S-liður er um að ábyrgjast fyrir fiskiðjuver útvegsmanna og fiskimanna á þeim stöðum, sem ríkisstj. telur nauðsynlegt, vegna þess að útvegsmenn geti eigi reist þau af eigin rammleik, allt að þriggja milljóna króna lán, er hvíli á öðrum veðrétti í iðjuverinu, næst á eftir stofnlánadeildarláni, og megi lánin nema allt að 10% af stofnkostnaði þeirra, enda séu félögin stofnuð og rekin samkv. 3. gr. l. nr. 41 frá 29. apríl 1946. Þessi brtt. kom frá hæstv. ríkisstj. á síðasta augnabliki. Hún hefur ekki verið rædd mjög mikið í n., en fjvn. hefur fallizt á að bera hana fram. En einn af fjvnm. var ekki viðstaddur, þegar fjvn. tók þá ákvörðun að mæla með till., og mér er kunnugt um, að hann mun ekki vera fylgjandi þessari ábyrgð. Hins vegar er hér um ákaflega stórt „prinsip“ að ræða. En hæstv. ríkisstj. hafði óskað eftir þessu, og meiri hl. fjvn. hefur fallizt á að taka þetta inn að þessu sinni. Ég tek fram fyrir mitt leyti, að ég mundi ekki vilja, að þetta yrði tekið upp almennt, þó að þetta sé tekið upp í þetta skipti og látið standa eitt ár. — T-liður er um að greiða bætur samkv. gildandi slysatryggingal. til ekkjunnar Guðrúnar Ólafsdóttur Ási, Fellum, N-Múl., og barna hennar, vegna manns hennar, Guttorms Brynjólfssonar, er fórst ásamt þrem stúlkubörnum 8. nóv. 1946, er sprengja, sem skilin hafði verið eftir við heræfingar, sprakk á mel rétt hjá bænum í Ási. Hins vegar er ætlazt til, að þetta verði greitt úr ríkissjóði því aðeins, að slysið fáist ekki bætt frá hernaðaryfirvöldum Bretlands og Bandaríkjanna síðar. — Hér er undir lið u. heimild til að selja strandferðaskipið „Súðina“, ef viðunanlegt boð fæst, og verja andvirðinu upp í greiðslukostnað við byggingu hinna nýju strandferðaskipa, sem verið er að smíða fyrir ríkissjóð. Ég vil taka fram í sambandi við þessa brtt., að ósk um þetta kom frá hæstv. ráðh. svo seint, að allir fjvnm. voru ekki á fundi, þegar hún var sett inn. Ég hygg þó, að ekki muni koma andmæli frá hv. nm. í fjvn., þó að ekki næðist til þeirra allra þessu viðkomandi. En meiri hl. fjvn. er meðmæltur þessari brtt., og þess vegna er hin sett á þetta þskj.

Ég hef þá nokkuð gert grein fyrir brtt. á þessu þskj. (nr. 691), sem er borið fram af fjvn. í heild. Þar eru að vísu ýmsir liðir, sem aðeins meiri hl. nm. var viðstaddur afgreiðslu á, þó að ekki hafi þótt ástæða vegna þeirra liða að kljúfa n.

En á þskj. nr. 692 eru brtt. frá meiri hl. fjvn., sem ekki náðist samkomulag um við fulltrúa Sósfl. í n., þar sem þeir klufu sig út úr. Er þetta dálítið táknrænt, þar sem þeir eru fúsir til þess að fylgja hækkunartill. fjvn., því að allar brtt. á þskj. 691 eru hækkunartill., að undanteknum þeim, sem eru um að taka aftur eða fella niður liði, af ástæðum, sem ég greindi. Hins vegar eru þeir ekki fúsir til að fylgja þeim lækkunartill., sem eru á þskj. nr. 692, og er það nokkuð einkennilegt, þegar litið er á þá afstöðu. sem þeir höfðu til tollamálanna, að í báðum hv. d. Alþ. voru þeir einir allra hv. þm., sem settu sig á móti þeim tekjuöflunarfrv. Hafa þeir þó ekki bent á neinar sérstakar leiðir til þess að afla tekna í stað þeirra leiða, sem til meðferðar voru, á móti þeim hækkunartill., sem þeir leggja til, að samþ. séu. — Um 1.–5. brtt. á þskj. 692 sé ég ekki ástæðu til að ræða hér, vegna þess að þær koma síðar til umr. á 20. gr. Þær eru allar færðar þar út. En sem heild vildi ég skýra þetta þskj., áður en ég fer í að skýra einstakar gr. þess.

Þegar ljóst var, eins og ég gat um í upphafi, að ná þyrfti 30 millj. kr. til þess að jafna greiðsluhallann frá því fjárlagafrv., sem var afgr. hér við 2. umr., og jafnframt var ljóst, að eftir var að setja inn þó nokkuð marga útgjaldaliði, bæði á 20. gr. og einnig nokkrar aðrar gr. frv., þá var sjáanlegt, að ekki var unnt að gera allt í senn, að skila hallalausum fjárl., eins og samningar stóðu til á milli stjórnarflokkanna, og afla ekki nýrra tekna til þess að mæta hallanum. Það hefur því verið farin sú óvenjulega leið að lækka marga þá liði. sem áður var búið að samþykkja við 2. umr. og ekki eru lögbundnir, þ.e.a.s. til verklegra framkvæmda. Hæstv. ríkisstj. hefur komið sér saman um, að þetta skyldi lækka um 15%, og óskað eftir því, að fjvn. gæti fallizt á það og flutt þessa brtt. Það er m.a. vegna þessara óska, að svo langur tími hefur farið til þess að reyna að fá um þetta samkomulag. Og það hefur þá að síðustu orðið samkomulag um þetta á þann veg, sem brtt. á þskj. nr. 692 bera með sér. Ég skal geta þess, að þó að þetta samkomulag sé þannig, þá eru margir og kannske allir fjvrm. óánægðir með niðurskurð á einstökum liðum eftir þessum brtt. En það mun jafnan svo um fjvn. og Alþ., að ef á að ná samkomulagi um afgreiðslu fjárl., þá eru ýmsir óánægðir með einstaka liði fjárl. Svo mun það alltaf verða, og finn ég ekki sérstaka ástæðu til að gera veður út af því. Það er þannig ekki víst, að einstakir fjvnm. séu ánægðir með hverja lækkun út af fyrir sig.

Það er sjálfsagt alltaf matsatriði, hvað á að skera niður og hvað ekki, og hef ég áður tekið það fram, að þegar á að skera niður á Alþ., þá eigi aðeins að skera niður þá krónuna, sem ekki gefur af sér aðra krónu. Ég er ekkert að segja um það, hvort þessari gullnu reglu hefur verið fylgt, en vil aðeins benda á þetta í sambandi við þá sérstöku niðurstöðu, sem er á fjárl.

12. gr. er skorin niður um 225 þús. kr., en 11. gr. hækkar um 287 þús. kr.

13. gr. er mest breytt. Þeirri gr. er bylt um. Þar eru dregin 15% frá framlagi á öllum nýjum akvegum, sem áður var búið að ganga frá og samþykkja, en þessi lækkun var ekki látin ná til viðhalds vega, vegna þess að það þótti ekki gerlegt. Hins vegar bætast við nokkrir liðir. Nú eru vegirnir 108 í staðinn fyrir 99 áður, og breyt. hefur orðið sú, að þegar búið er að setja þessa nýju vegi inn og skera allt hitt niður um 15%, þá er allur sparnaðurinn á þessum lið eftir allar byltingarnar kr. 579 þús. Ég vil ekkert um það segja, hvort þetta sé þess virði að hafa gert þetta. Það er skoðun stjórnarinnar, að þetta sé nauðsynlegt, en ef ekki hefði verið um að ræða nema þennan eina lið hefði ég talið vafasamt, að við hefðum átt að gera þá byltingu, sem hér hefur verið gerð.

Með brúargerðir er farið eins. Og það, sem vinnst við byltinguna þar, eru einar 120.400 kr. Með fjallvegina er það eins. Sú bylting er kr. 18.000,00. Svo er verið að hækka hér á vegum í Kópavogi, og eru það einu vegir á landinu, sem hækkaðir eru. — Svo eru það hafnargerðir. Þar er einnig bylting, teknir inn nýir liðir, en svo aftur lækkað um 15%, og það sparar kr. 4773300. Þá verður útkoman á 13. gr., að hækkun verður kr. 11.63.000, en lækkun kr. 1.379.800, þannig að ágóði ríkissjóðs af allri þessari byltingastarfsemi verður kr. 216.800. Þetta er það, sem hefur fengizt upp úr þeirri gr.

14. gr. hækkar um kr. 69.000. En þar ber mest á lækkun, því að lækkunin er þar 40% eða kr. 1.581.000, og kemur þetta fram á barnaskólabyggingum, gagnfræða- og héraðsskólabyggingum og húsmæðraskólum.

Á 15. gr. er hækkun. Hún hækkar um kr. 147.380.00.

Á 16. gr. er hækkun kr. 513.500, en lokahækkun á henni er kr. 113.000, þar sem lækkað er til tilraunastöðvarinnar á Reykhólum, til framræslu á löndum ríkissjóðs, til fyrirhleðslu á ám og byggingar iðnskóla í Reykjavík, en útkoman verður sem sagt kr. 113.000 hækkun.

Á 17. gr. er hækkun kr. 643.000, og eru þær hækkanir skýrðar á þskj. 691.

Á 18. gr. verður hækkun frá 2. umr. rúmar 14 þús. kr.

Þá verður mjög mikil breyting á 20. gr. Þar verður hækkun 3.115.000. en lækkun verður 1.694.200. svo að raunveruleg hækkun verður kr. 1.420.800. Hækkunarliðirnir eru: Vélar kr. 330.000, flugskýli 255.000, Menntaskóli Akureyrar kr. 302.500, prestssetur kr. 400.000, stuttbylgjustöð í Gufunesi kr. 425.000 og dýpkunarskip kr. 1.402.500.

Ég vil leyfa mér að taka fram, að fjvn. hafði hugsað sér að hækka tillagið til prestssetra, til vita, til dýpkunarskips og til Menntaskólans á Akureyri, en aðrar hækkanir höfðu verið til umr. Lækkun á gr. er niðurskurður 15%.

Yfirlitið er þá þannig, að 11., 15., 16. og 17. gr. hafa hækkað, en 12., 13. og 14. gr. lækka, og lækkun gjaldanna nemur þá alls eftir allar byltingarnar kr. 825.923. Rekstraryfirlitið er þannig, að samkv. þskj. 571 voru tekjurnar kr. 167.239.679 og samkv. till. á þskj. 691 bætast við tekjur, 35 millj. kr., svo að tekjurnar verða alls kr. 202.239.679. Gjöldin voru alls samkv. þskj. 571 eftir 2. umr. kr. 197.318.358, og verður lækkun samkv. till. n. kr. 825.923, svo að gjöldin verða þannig kr. 196.492.435. Rekstrarafgangur verður þannig kr. 5.747.244.

Sjóðsyfirlitið verður þannig. að tekjur eru kr. 202.239.679. Inn á sjóð kr. 3.896.500, svo að þá verður sjóður kr. 206.636.179. En út yrðu gjöld kr. 196.492.435, út á 20. gr. kr. 17.500.628, svo að út er alls kr. 213.993.063. Þá yrði greiðslujöfnuður óhagstæður um kr. 7.356.884.00.

En auk þess eru samkv. heimildum á 22. gr. gjöld alls kr. 2.016.000, en af þessum gjöldum eru eignabreytingar kr. 725.000, en auk þess eru heimildir til launagreiðslu til 4 embættismanna, sem ég hef minnzt á, enda ekki víst, að þurfi að nota hana.

Ábyrgðarheimildirnar eru eins og ég hef tekið fram 3 millj. og 400 þús. kr.

Ég hef þá gert grein fyrir þeim breyt., sem fjvn. leggur til, að gerðar verði. Ég skal aðeins leyfa mér að geta þess, að brtt. á þskj. 700 er aðeins leiðrétting, og hefur hún ekki nein áhrif á niðurstöðuna.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð. Fyrir hönd fjvn. óska ég eftir því, að allar brtt. á þskj. 691 verði samþ. óbreyttar, og fyrir hönd meiri hl. fjvn. óska ég eftir því, að allar brtt. á þskj. 692 og brtt. á þskj. 700, sem aðeins eru leiðréttingar, verði einnig samþ. óbreyttar.