25.04.1947
Sameinað þing: 46. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

12. mál, fjárlög 1947

Frsm. (Gísli Jónsson):

Það er tekinn upp nýr háttur hér, þar sem nú byrjar 4. umr. um fjárl., og veit ég ekki, hve margir geta tekið aftur til máls í þeirri umr.

Hv. 2. þm. Árn. var sá maður, sem harðast deildi á fjvn., sagði, að hún hefði ranglega dregið sér og ætti ekki þakkir skilið fyrir það, sem hún hefði gert. Það er sannast að segja, að ræða hv. þm. er alls ekki svaraverð, þar sem hann beinlínis falsar staðreyndir og leyfir sér að ráðast á fjvn. fyrir, að hún hafi verið ranglát og sérdræg, þegar hann veit, að þessi sýsla, Árnessýsla, hefur fengið langmest af öllum sýslum á landinu. Þessu leyfi ég mér að mótmæla eindregið fyrir hönd n.