28.04.1947
Sameinað þing: 48. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

12. mál, fjárlög 1947

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Áður en ég kem að því efni. sem ég tel sérstaklega vera hlutverk fjmrh. við þessar umr., vil ég aðeins gera örstutta aths. út af ræðu fulltrúa kommúnista, hv. 4. landsk., Brynjólfs Bjarnasonar, hér í kvöld. Ég leiði hjá mér ósmekklegt skrum hans um ágæti fyrrv. stjórnar og þó einkum kommúnista, sem og lognar staðhæfingar hans og getsakir varðandi ímyndaðar ávirðingar núverandi stjórnar. Slíku eiga menn að venjast af kommúnista hálfu hér í sölum hins háa Alþ.

En það var einkum tvennt í ræðu þessa hv. þm., sem er óvenjulegt í ræðu stjórnmálamanna hér, svo er fyrir þakkandi. Annað var hin eindæma rotna persónulega árás á forsrh. landsins. Allir, sem til þekkja, vita, að slík ummæli byggjast á persónulegri heift í garð þessa manns. Slík ummæli dæma sig sjálf og eru aðeins sönnun fyrir því, að kommúnistar eru ekki ennþá orðnir þinghæfir. Hitt atriðið voru ummæli hans í sambandi við milliríkjasamninga þá, er yfir hafa staðið, um sölu á framleiðsluvörum landsmanna. Það er út af fyrir sig að allt, sem hv. þm. sagði, hefur hann fengið að vita í trúnaði. Það eitt, að rjúfa þann trúnað og gera þessi mál að opinberu umræðuefni, meðan ekki er bundinn endir á samningana, er ávirðing, sem enginn hv. þm. ætti að geta risið undir. Hitt tekur þó út yfir allan þjófabálk, að í öllum aðalatriðum var frásögn hv. þm. ýmist ósönn eða villandi. Ég skal að þessu sinni láta mér nægja að segja þjóðinni það, að hún mun innan skamms fá fullnaðarskýrslu um þessi mál frá ríkisstj. Þá mun það sannast, að ríkisstj. hefur einskis látið ófreistað að draga fram hlut Íslendinga, jafnt og hitt, að kommúnistum væri sæmst að þegja um þessi mál.

Mér þykir svo hlýða að gefa nokkrar upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á s.l. ári, þar sem nú liggur fyrir bráðabirgðayfirlit um gjöld og tekjur ríkisins það ár, 1946.

Rekstrartekjur ríkissjóðs voru áætlaðar á fjárl. 1946 kr. 122.419.711.00, en hafa samkv. bráðabirgðayfirliti numið kr. 197.490.000.00, og hafa því farið alls um 75 millj. kr. fram úr áætlun. Tekjur samkv. 2. gr. fjárl. (skattar og tollar) voru áætlaðar kr. 88.5 millj., en reyndust kr. 133.583.000.00 og hafa því orðið 45 millj. kr. hærri, en ráð var fyrir gert, og nemur hækkunin á einstökum liðum sem hér segir:

Tekju- og eignarskattur ............ kr. 6.837.000

Stríðsgróðaskattur ................ — 1.903.000

Vörumagnstollur .................. — 3.667.000

Verðtollur ............................ — 27.314.000

Innflutningsgjald af benzíni ........ — 509.000

Gjald af innlendum tollvörum ....... — 723.000

Fasteignaskattur ......................... — 21.000

Lestagjald af skipum .................... — 10.000

Bifreiðaskattur ........................... — 442.000

Aukatekjur ................................. — 382.000

Stimpilgjald- ............................ — 1879.000

Vitagjald ................................... — 112.000

Leyfisbréfagjald .......................... — 44.000

Erfðafjárskattur ......................... — 204.000

Veitingaskattur ....................... — 1.036.000

Kr. 45.083.000

Tekjur af ríkisstofnunum voru samkv. 3. gr. fjárl. áætlaðar kr. 33.195.000, en reyndust kr. 54.186.000, eða ca. 21 millj. kr. hærri,en ráð var gert fyrir. Hagnaðurinn umfram áætlun skiptist á hinar ýmsu ríkisstofnanir þannig:

Áfengisverzlun .......................... kr. 16.187.000

Tóbakseinkasalan ....................... — 7.786.000

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlunin .... — 711.000

Ríkisprentsmiðjan ........................... — 81.000

Grænmetisverzlunin ....................... — 48.000

Áburðarsala ................................. — 258.000

Kr. 25.071.000

Tap á pósti og síma ……………. — 4.137.000

Kr. 20.934.000

Reikningar Landssmiðjunnar eru ekki fyrir hendi, en vitað er, að þetta fyrirtæki hefur verið rekið með miklum halla s.l. ár. Vaxtatekjur hafa farið 344 þús. kr. fram úr áætlun og óvissar tekjur 6.6 millj. kr. Við þetta bætist svo veltuskattur kr. 3.247.000 frá 4. ársfjórðungi 1945, sem innheimtist ekki fyrr en á árinu 1946 og ekki var hægt að koma inn á reikninginn fyrir 1945.

Af framangreindu yfirliti sést, að tekjur af tekju- og eignarskatti, stríðsgróðaskatti, aðflutningsgjöldum og áfengis- og tóbakseinkasölum nema samtals rúmum 173 millj. eða tæpum 88% af heildartekjum ríkisins. Þetta er mjög athyglisvert, því að einmitt þessir tekjustofnar eru sérstaklega háðir afkomu atvinnuveganna og greiðslugetu almennings, en byggjast einnig að mjög miklu leyti á sívaxandi verðþenslu og þar af leiðandi lækkandi gildi peninga. Hvenær sem út af ber um aðalatvinnurekstur landsmanna eða hið mikla peningaflóð, sem nú rennur um hendur alls almennings, rénar, mun afleiðingin óhjákvæmilega verða stórum og ört lækkandi ríkissjóðstekjur. Einn tekjuliðurinn hefur farið langt fram úr áætlun, sem sé óvissar tekjur, áætlaðar 100.000 kr., en varð 6.7 millj. kr. Stafar þessi hækkun aðallega af hagnaði á sölu á keyptum setuliðseignum 5.5 millj. króna, hitt eru mestmegnis sektir, andvirði upptekinna eigna o.þ.h.

Útgjöld ríkisins voru á fjárl. áætluð kr. 1274.17.000, en urðu kr. 157.905.000, og hafa því farið ca. 30.5 millj. fram úr áætlun. Við þetta bætast svo:

Útgjöld samkv. heimildalögum ...... kr. 30.70.000

Útgjöld samkv. sérstökum lögum ….. — 4.060.000

Útgjöld samkv. væntanl. fjáraukalög.. — 5.530.000

Útgjöld samkv. þál. ......................... — 2.485.000

Kr. 15.145.000

þannig að alls hafa útgjöldin numið á árinu kr. 173.050.000.

Umframgreiðslur hafa orðið kr. 45.633.000. Mun ég síðar minnast á helztu umframgreiðsluliðina. Eins og að framan greinir, urðu heildartekjur ríkissjóðs á árinu kr. 197.490.000, en rekstrarútgjöld kr. 173.050.000, þannig, að tekjuafgangur hefur orðið kr. 24.440.000.

Hins vegar hafa eignahreyfingar orðið sem hér segir:

Bráðabirgðayfirlit

Eignahreyfingar 1848:

Inn:

1.

Fyrningar

650000

2.

Útdregin verðbréf

957000

8.

Endurgreidd fyrirframgreiðsla frá árinu 1945

903000

4.

Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna

2263000

5.

Tekið lán í landsb. vegna hafnarbótasjóðs til fiskihafna

1000000

6.

Tekið lán hjá tryggingast. vegna síldarútvegsins 1945

4000000

7.

Tekið lán í landsb. vegna landssímans

6000000

8.

Aukning á geymdu fé

1000000

9.

Yfirdráttur á hlaupareikningi í landsbankanum

8592000

Kr.

25365000

Út:

1.

Afborganir innlendra lána

1638000

2.

Afborganir danskra lána

506000

3.

Til eignaaukningar ríkisstofnana

15500000

4.

Byggingarkostnaður opinberra stofnana

11347000

5.

Kaup og byggingar á jarðeignum

690000

6.

Til byggingar strandferðaskipa

2046000

7.

Til landshafna

1050000

8.

Lán til opinberra fyrirtækja

2700000

9.

Lán til síldarútvegsmanna vegna síldveiða 1945

4000000

10.

Lán til ýmissa og útlagt til bráðabirgða

2047000

11.

Lán til bátabygginga innanlands

7200000

12.

Tillag til alþjóðabankans

650000

13.

Greiddar lausaskuldir

1365000

14.

Fyrir fram greitt vegna fjárlaga 1947

2800000

Kr.

68594000

Sjóðsyfirlit 1946.

'

Inn:

Út:

1. jan. Í sjóði og banka

4416000

Tekjur samkvæmt teknayfirliti

197490000

Eignahreyfingar. Inn samkvæmt ofanrituðu

25365000

Gjöld samkvæmt gjaldayfirliti

173050000

Eignahreyfingar. Út samkvæmt ofanrituðu.

53834000

Sjóður pr. 31. des.

687000

Kr.

227271000

227271000

Samkvæmt þessu yfirliti sést, að útborganir nema kr. 53.534.000, en innborganir kr. 25.365.000. Mismunur kr. 28.169.000.

Tekjuafgangur verður sem fyrr segir kr. 24.440.000. Mismunur kr. 3.729.000, sem kemur fram sem óhagstæður greiðslujöfnuður og hefur sjóðseign ríkissjóðs minnkað um þá fjárhæð.

Þess er þó að gæta, að 17,8 millj. kr., sem talið er til útgjalda, er fé, sem ýmist er nú þegar endurgreitt eða verður endurgreitt á þessu ári, eða fjárhæðir, sem endurgreiddar verða af lánum, sem heimild er til að taka, en þær lántökur hafa ekki farið fram enn.

Þar til heyra eftirtaldir liðir:

Arnarhváll ...................................... kr. 1.020.000

Til byggingar strandferðaskips ............ – 2046000

Lán til opinberra fyrirtækja …............. — 2700000

Lán til ýmissa og útlagt til bráðabirgða — 2047000

Til bátabygginga innanlands .............. — 7200000

Fyrir fram greitt vegna fjárlaga 1947... — 2800000

kr. 17813000

Þannig að þar sem þessar 17,8 millj. kr. verða væntanlega endurgreiddar á þessu ári, annaðhvort með lántökum, söluverði bátanna eða á annan hátt, má til sanns vegar færa, að greiðslujöfnuður ársins 1946 muni reynast hagstæður um 14 millj. kr.

Um skuldir ríkisins skal þetta tekið fram. Innlend lán voru í ársbyrjun 1946 kr. 20.910.713, en í árslok kr. 24.278.000 og hafa því aukizt um 3.3 millj. á árinu vegna láns þess, sem tekið var á árinu vegna síldarútvegsmanna 1945. Erlend lán hafa lækkað um 1,4 millj. kr. og voru í árslok kr. 5.269.000. Lausaskuldir hafa aftur á móti hækkað um 7,2 millj. í 13,3 millj. Geymt fé hefur hækkað um 1 millj. kr.

Skuldir ríkisins, þegar frá eru taldar skuldir ríkisstofnana og geymt fé, voru í árslok 1946 42.9 millj. kr. og hafa því hækkað á árinu um 9.2 millj. kr., sbr. skýrslu fjmrh. til Alþ. á s.l. hausti.

Umframgreiðslurnar á árinu 1946 námu kr. 43.833.000; hinar stærstu eru:

Til vegamála ............................... kr. 6.668.000

Til flugmála ................................. kr. 2.326.000

en þar af má gera ráð fyrir, að töluvert hafi farið til eignaaukningar, en um það liggja enn fyrir engar upplýsingar.

Til skólamála ………………………………………………………..kr. 4.140.000

Til niðurgreiðslna á landbún. afurðum …………………….………— 4.000.000

Vegna ýmissa ráðstafana til útflutnings sjávarafurða ………….— 2.385.000

Framlag og kostnaður vegna alþjóðahjálparstarfsemi UNNRA — 4.607.000

Hér er aðeins drepið á hina stærstu liði í þessum umframgreiðslum, en tími vinnst ekki til að minnast á alla liðina, enda eru þeir æði margir, en síðar verður að sjálfsögðu gerð nánari grein fyrir þessum málum.

Á síðustu skýrslu fyrrv. hæstv. fjmrh. var hrein eign ríkissjóðs talin 126 millj. kr., miðað við áramótin 1945–1946, og má gera ráð fyrir, að hún sé nú komin upp í 150 millj. kr., þegar litið er til tekjuafgangsins 1946 og eignaaukninga ríkisstofnana og þess fjár, sem sett hefur verið fast í ýmsum eignum á árinu.

Nánari skýrsla um þetta verður lögð fram síðar á árinu.

Ég vil þá víkja nokkrum orðum að því nú þegar, hverjar tekjur og gjöld ríkissjóðs hafa reynzt, það sem af er þessu ári, samanborið við á sama tíma s.l. ár.

Til marzloka s.l. ár voru tekjur ríkissjóðs kr. 30.417.179, en í þeirri upphæð voru innifaldar eftirstöðvar frá fyrra ári. kr. 2.853.731. Gjöldin voru hins vegar til sama tíma á því ári kr. 20.332.950.

Á yfirstandandi ári eru tekjur ríkissjóðs til marzloka kr. 36.221.389, en gjöldin hafa orðið á sama tímabili kr. 26.567.024.

Af þessu sést, að til marzloka bæði árin hafa tekjur og gjöld hvort tveggja orðið miklu hærri á þessu ári, og þó gjöldin hlutfallslega miklu hærri. — Af tekjuupphæðinni, það sem af er þessu ári, er verðtollurinn langsamlega hæstur, sem sé rúmar 15 millj. kr., þá tekjur af ríkisstofnunum rúmar 131/2 millj. kr. og loks vörumagnstollurinn, er nemur rúmum 3 millj. kr.

Nú er það vitað, að því er snertir vörumagns- og verðtollinn, að á þessu tímabili hefur til fallið tollur af vörum, sem komið hafa inn í landið síðan um áramót samkvæmt gjaldeyris- og innflutningsleyfum, sem veitt hafa verið á s.l. ári. en nú um langa hríð hefur verið mjög mikil tregða eða jafnvel stöðvun á veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa fyrir vörum, og er enda víst, að verðtollstekjur fyrsta fjórðungs þessa árs mundu ekki hafa orðið réttur mælikvarði fyrir sams konar tekjur yfir allt árið, a.m.k. ekki að óbreyttri löggjöf.

Stöðvun innflutnings hefur því ákaflega mikinn tekjumissi fyrir ríkissjóð í för með sér, þar sem tekjur hans byggjast að svo miklu leyti, sem raun ber vitni um, á verðtollinum og vörumagnstollinum.

Ég vil þá víkja nokkuð að afgreiðslu þess fjárlagafrv., sem s.l. laugardag hlaut endanlega afgreiðslu á Alþ., að undanskilinni lokaatkvgr. um frv. sjálft.

Það er óvenju seint, sem fjárlögin hljóta afgreiðslu að þessu sinni, og liggja til þess ýmsar ástæður, en þó einkum og sér í lagi það ástand, er myndaðist við það, að fyrrv. hæstv. ríkisstj. sagði af sér, en þá liðu, sem kunnugt er, 117 dagar, sem fóru í ýmsa samninga og viðtöl um stjórnarmyndun, og þarf ekki að lýsa því nánar. Hitt er og vitanlegt, að á þessu tímabili var þess ekki kostur að fá fjárl. afgreidd, þannig að til væri neinn ábyrgur þingmeirihluti, sem að afgreiðslu slíkra fjárl. stæði, en að afgreiða fjárl. á Alþ., án þess að ábyrgur meiri hluti taki að sér að reyna að ná samtökum um skynsamlega afgreiðslu þessa máls, er mjög tvísýnt, þar sem hætt er þá við, að flokkadrættir og togstreita um fjárveitingar geti leitt það af sér, að afgreiðsla fjárl. fari í handaskolum.

Þar sem núverandi ríkisstj. tók við störfum, þegar hv. fjvn. var að fjalla um fjárlagafrv. hæstv. fyrrv. ríkisstj., og n. hafði beðið þess alllengi að hafa samvinnu við ríkisstj. um ýmis þau vandamál, er fyrir n. lágu, er það ekki óeðlilegt, að sú ríkisstj., sem við tók, þyrfti nokkurn tíma til þess að marka þá stefnu, sem í fjárl. felst.

Hæstv. fyrrv. ríkisstj. hafði lagt fjárlagafrv. þannig fram, að um 146 millj. kr. voru áætlaðar á útgjaldahliðina, en tekjuhalli á því frv. var nærri 10 millj. kr. Þess utan varð að taka tillit til þess, að þeir liðir fjárlagafrv., sem eru háðir vísitölunni, eins og hún er á hverjum tíma, höfðu verið reiknaðir út með vísitölu 290, en þegar núverandi ríkisstj. tók við, var vísitalan orðin allmiklu hærri og sýnilegt, að gera yrði ráð fyrir, að þessir liðir yrðu að reiknast a.m.k. með vísitölu 310 og að taka yrði tillit til þessa við afgreiðslu fjárlagafrv.

Á þessum tíma skýrði hv. form. fjvn. mér frá því, að fyrir lægju í fjvn. till. um hækkanir á ýmsum útgjaldaliðum. Þessar till. voru komnar sumpart beinlínis frá fyrrv. ríkisstj. eða ríkisstofnunum, og námu þær 271/2 millj. kr. til hækkunar. Þar að auki kvaðst hann búast við, að hækkunartill. yrðu bornar fram um fjárveitingar til vega, brúargerða og hafnarframkvæmda, er næmu um það bil 12 millj. kr.

Eins og kunnugt er, hafði fyrrv. fjmrh. ekki gert ráð fyrir því við samning fjárlagafrv., að niðurgreiðslum til lækkunar á verði afurða, er gengju inn í vísitöluna, yrði haldið áfram, og þar af leiðandi hafði hann ekki tekið upp í fjárlagafrv. neina fjárhæð í þessu skyni. — Þannig horfði þetta mál við, þegar núverandi ríkisstj. tók við völdum.

Nú var því yfirlýst af hálfu þessarar ríkisstj., að hún ætlaði sér að afgreiða fjárl. rekstrarhallalaus, og enn fremur hafði hún lýst yfir því, að reynt yrði með fjárframlögum úr ríkissjóði að halda vísitölunni niðri í 310 stigum. Þessi ákvörðun hlaut að hafa það í för með sér, að sjá yrði fyrir tekjum í ríkissjóð — auk þeirra, sem þegar höfðu verið teknar inn í fjárlagafrv., — tekjum til að mæta þeim útgjöldum, er yrðu væntanlega við það að halda vísitölunni í þeim skefjum, sem hér hefur verið á drepið. Þegar hér var komið hafði fjvn. með tilliti til hinna miklu umframtekna ríkissjóðs á árinu 1946 hækkað áætlun frv. á ýmsum tekjuliðum þess.

Þegar er þessi ríkisstj., er nú situr, tók til starfa, að því er snertir það að hafa áhrif á afgreiðslu fjárl., var unnið að því að fá nokkurn niðurskurð á þeim fjárveitingarkröfum, sem lágu fyrir og komnar voru — eins og áður segir — frá fyrrv. ríkisstj. og ríkisstofnunum snertandi ýmis mál, þ. á m. skólamál, vegamál, hafnarmál o.s.frv. — Þessar tilraunir reyndust ekki með öllu árangurslausar, heldur þvert á móti ávannst það, að ýmsar þessar fjárhæðir voru lækkaðar til muna. Aftur á móti varð óhjákvæmilegt að taka upp í fjárlagafrv. útgjaldaliði, til þess í fyrsta lagi að mæta nauðsynlegum kröfum eins og að ofan greinir og niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum á sama hátt og verið hafði, í öðru lagi að mæta þeirri hækkun vísitölunnar, sem á hefur orðið frá því, er fjárlagafrv. var samið s.l. haust, og til þess tíma, sem samstarf núverandi ríkisstj. og hv. fjvn. hófst. — Af öllu þessu leiddi það, að óhugsandi var annað að óbreyttum lögum — en að útgjaldabálkur fjárl. hlyti óhjákvæmilega að vaxa að miklum mun. Þá er það og reynsla — að ég hygg á öllum undanförnum þingum, að óhjákvæmilegt er að taka tillit til ýmissa þeirra óska, sem einstakir hv. þm. bera fram fyrir kjördæmi sín. Hefur það jafnan verið svo, og undan því varð heldur ekki komizt í þetta sinn. Þó má segja, að yfirleitt hafi verið hóflega stillt í þeim efnum af hálfu þeirra þm., er styðja núverandi ríkisstj., og þegar að því kom, að endanleg afgreiðsla fjárl. nálgaðist, og því var hreyft af mér, bæði í ríkisstj. og við flokka þá, sem styðja ríkisstj., að skera niður um 15% ýmsa þá liði fjárlagafrv., sem ekki eru bundnir í öðrum l. en fjárl., var því yfirleitt mjög vel tekið af stuðningsmönnum stjórnarinnar. Hitt er ekki unnt að gera, nema með því áður að breyta ýmsum l., að færa niður þá útgjaldaliði fjárl., sem eru ákveðnir í öðrum l.

Alþ. hefur, hin síðari árin ekki sízt, verið óspart á að samþykkja ýmsa löggjöf, sem bindur m.a. ríkissjóðnum mjög þunga bagga, og þessu er ekki hægt að hagga af neinni ríkisstj. á annan veg en þann að fá samþykki Alþ. til breytinga á slíkri löggjöf, en það aftur á móti tekur venjulega lengri tíma en svo, að unnt sé að gera það, þegar komið er langt fram í afgreiðslu þeirra fjárl., sem til meðferðar eru, þannig að lækkunin geti þar verið tekin til greina.

Niðurstöðutölur þeirra fjárl., sem nú eru að verða afgreidd og gilda fyrir yfirstandandi ár, eru sem hér segir: (Sjá næstu bls.).

Sá niðurskurður á útgjöldunum, sem samkomulag fékkst um í stuðningsflokkum ríkisstj., nemur rúmum 7 millj. kr., kemur niður á verklegum framkvæmdum, en þó er það svo, að samkv. þessu frv. er til þess ætlazt, að til verklegra framkvæmda verði varið það miklu fé á þessu ári, að aldrei í sögu þingsins hefur eins mikið fé verið fyrirhugað til slíkra framkvæmda. Skal ég sanna þetta með því að nefna aðeins fá dæmi. — Á fjárl. ársins 1945 var gert ráð fyrir að verja til verklegra framkvæmda kr. 42.933.600. Á fjárl. ársins 1946 voru til sömu framkvæmda áætlaðar kr. 58.108.100. En í fjárlagafrv. því fyrir árið 1947, er hér ræðir um, eru — þrátt fyrir þennan 15% niðurskurð — áætlaðar til verklegra framkvæmda kr. 73.972.900. Er af þessu ljóst, að sú ádeila, sem stjórnarandstæðingar, kommúnistar, hafa hafið á ríkisstj. fyrir þessa niðurfærslu, sem áður greinir, er með öllu tilefnislaus. Það er svo fjarri því, að með afgreiðslu þessara fjárl. sé slakað nokkuð til í því efni að verja fé í þessu skyni, að það er þvert á móti ætlazt til að verja stórum hærri fjárhæð til þessara framkvæmda, en áður hefur verið, og væri ef til vill frekar ástæða til að áfellast Alþ. og ríkisstj. fyrir of há heildarframlög í þessu skyni, en að gera stjórninni getsakir um, að hún stefni að því að færa atvinnuleysi yfir landslýðinn með þessum lítilfjörlega niðurskurði, eins og kommúnistar hafa gert í umræðum um málið.

I. Rekstraryfirlit.

Tekjur:

2.

gr.

Skattar og tollar

148200000

3.

A.

Tekjur af rekstri ríkisstofnana

53341572

3.

B:

Tekjur af fasteignum ríkissjóðs             

10000

4.

Tekjur af bönkum og vaxtatekjur

588107

5.

Óvissar tekjur

100000

Samtals kr.

202239679

Gjöld:

7.

gr.

Vextir  

1169199

8.

Kostnaður við æð$tu stjórn landsins            

362603

9.

Til alþingiskostnaðar og yfirskoðunar ríkisreikninga

1515576

10.

Til ríkisstjórnarinnar  

4302484

11.

A.

Dómgæzla og lögreglustjórn

8715734

B.

Opinbert eftirlit  

826661

C.

Kostnaður vegna innheimtu tolla og skatta

3857309

D.

Sameiginlegur kostn. við embættisrekstur :

825000

'

14224704

12.

Til læknaskipunar og heilbrigðismála

11651819

13.

A.

Vegamál

21757520

B.

Samgöngur á sjó

3446000

C.

Vitamál og hafnargerðir

10116100

D.

Flugmál

4259700

39579320

14.

A.

Kirkjumál

3161760

8.

Kennslumál

29070818

'

32232578

15.

A.

Til opinberra safna, bókaútgáfu og listastarfsemi

2516793

B.

Til rannsókna í opinbera þágu og fleira

8368181

5884974

16.

A.

Landbúnaðarmál  

16097695

B.

Sjávarútvegsmál

694500

C.

Iðnaðarmál

655860

D.

Raforkumál

4228000

21946055

17.

Til félagsmála, aðallega almennra trygginga

23632690

18.

Til eftirlauna og styrktarfjár             

4544350

19.

Óviss útgjöld, niðurgreiðsla á vísitölu m. m.

35500000

Rekstrarafgangur

5713333

Samtals kr.

202239679

II. Sjóðsyfirlit:

_

Inn:

2.–5.

gr.

Rekstrartekjur samkvæmt rekstraryfirliti

202239679

Aðrar innborganir og fyrningar:

20.

gr.

1.

Fyrningar 

1493500

2.

Væntanlega útdregið af bankavaxtabréfum og fleira    

2343000

8.

Endurgreiddar fyrirframgreiðslur

10000

4.

Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna         

50000

Greiðslujöfnuður

7890795

Samtals kr.

214026974

Út:

7.– 19.

gr.

Rekstrarútgjöld samkvæmt rekstraryfirliti

196526346

Aðrar útborganir:

20.

gr.

1.

Afborganir lána og eignaaukningar samkvæmt 20. gr.

17500628

Samtals kr.

214026974

Allir vita það, að á síðustu undanförnum árum, hefur verið mikið yfir því kvartað, að framleiðsla landsmanna — bæði til sjávar og sveita — ætti örðugt uppdráttar sökum skorts á vinnuafli — og með réttu af ýmsum á það bent, að ríkið ætti að fara varlega í það að keppa um vinnuaflið við atvinnuvegina, þegar mikil eftirspurn væri eftir verkafólki bæði til sjávar og sveita og við byggingar einstaklinga. Þetta kapphlaup um vinnuaflið hefur verið atvinnuvegunum talsverður fjötur um fót, og þess vegna væri full ástæða til, að ríkið hefði heldur allan viðbúnað til þess að halda fullu fjöri í verklegum framkvæmdum ríkisins á þeim tíma, sem eftirspurnin frá annarri hlið eftir vinnuaflinu fjaraði út. Þessi stefna — svo mikinn rétt sem hún þó á á sér — hefur ekki átt stuðning ríkisvaldsins undanfarin ár, og hún virðist eiga langt í land með að fá þann stuðning hjá þeim flokki, Kommúnistaflokknum, sem nú fárast svo mjög yfir því, þótt í þessu fjárlagafrv. sé dregið úr verklegum framkvæmdum, sem nemur um 7 millj. kr., þrátt fyrir það að sannað er með frv. sjálfu, að til þessara hluta er ætluð svo óvenju há fjárhæð sem raun ber vitni um — og hærri, en nokkru sinni hefur áður verið.

Eins og vitað er, hefur ríkisstj. borið fram og fengið lögfesta tekjuöflun til þess að mæta þeim útgjöldum fjárl., sem nauðsynleg verða samkvæmt frv. því, er fyrir liggur.

Þegar núverandi ríkisstj. tók við, lágu engin slík frv. fyrir Alþ., og þess vegna féll í hennar hlut það miður vinsæla verk að gera tillögur í þessum efnum. — Það er og kunnugt, að stjórnarandstaðan, kommúnistar, hefur risið öndverð gegn tekjuöflun handa ríkissjóði, þrátt fyrir það að þessir sömu menn hafa verið kröfuhæstir um útgjöld úr ríkissjóði. Tilgangur kommúnista er kannske ekki fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir, að fjárl. séu afgreidd hallalaus, þeir vita hvort sem er, að aðrir en þeir muni sjá fyrir því, en vildu hafa tylliástæðu til að geta ráðizt á ríkisstj. í sambandi við tekjuöflunina, auðvitað hvaða leið sem farin yrði. Annars er það vitað, að þeir eru allra manna frakkastir í kröfum til ríkissjóðsins.

Við 2. umr. fjárlagafrv. vildi Kommúnistafl. hækka útgjöldin um 20 millj. kr. fram yfir það, sem samþ. var við þá umr., og við 3. umr. fjárlagafrv. lágu enn fyrir frá þessum sömu mönnum hækkunartillögur, er námu um 5 millj. kr.

Þegar svo ríkisstj. fékk samþ. tekjuöflunarfrv., hótuðu kommúnistar gagnráóstöfunum utan þingsins, sem þeir mundu koma fram — og allir vita, hvað við er átt, sem sé verkföll. Þeir flýttu sér að afflytja fyrir þjóðinni viðleitni ríkisstj. til þess að sjá fjárhag ríkisins borgið. — Í umr. um verðtollsfrv., sem ekki er ætlazt til, að gildi nema 3/4 úr ári, hafa þeir ávallt tíundað þær upphæðir, er sá tollur mundi gefa, ef hann væri í gildi í heilt ár. Þannig hafa kommúnistar flutt þjóðinni visvítandi rangar fregnir í æsingaskyni. — Þá var því fram haldið, bæði í málgagni kommúnista og af ræðumönnum þeirra á Alþ., að verðtollshækkunin þýddi sama sem 8–9% kauplækkun verkamanna. Þetta er vitaskuld byggt á mjög röngum forsendum. Verðtollurinn nær, eins og vitað er, einnig til þeirrar vöru, sem lögð er til grundvallar vísitölureikningnum, og sú hækkun á nauðsynjum, sem verðtollurinn orsakar, kemur fram í hækkaðri vísitölu, en þau þýðir aftur hækkun á kaupi allra launþega.

Það má nú að vísu segja — og hefur ekki verið sparað að núa stjórninni því um nasir —, að það sé einkennileg aðferð til tekjuöflunar að hækka tolla á vísitöluvörum og með því hækka vísitöluna, sem svo krefst útgjalda úr ríkissjóði til að halda niðri. — Við þessu er það að segja, að hækkun verðtollsins á öðrum vörum en þeim, sem inn í vísitöluna ganga, mundi hafa litla tekjuöflun í för með sér fyrir ríkissjóð. Inn í vísitöluna eru teknar vörur af öllum þeim tegundum, sem almenningur þarf venjulega á að halda, jafnvel munaðarvara. Á þetta er drepið til þess að benda á það rakaleysi, sem kommúnistar hafa oft haft í þessu máli með það eitt fyrir augum að hleypa af stað vandræðum, áður en rétt væri flutt málið fyrir þjóðinni.

Ég hef fengið umsögn hagstofustjóra um það atriði, að hve miklu leyti launþegar sjálfir yrðu að bera byrðar vegna tollahækkana þeirra, sem nýlega hafa verið lögleiddar. — Um það segir hann svo m.a.: „Tollahækkanir valda verðhækkun á vörum, sem þeir verða að greiða, sem vörurnar kaupa. Sumar af þessum vörum eru keyptar af launþegum, og eru það yfirleitt aðeins neyzluvörur, en aðrar eru keyptar af atvinnurekendum, bændum, útgerðarmönnum, iðnrekendum o.fl., bæði til framleiðslu og neyzlu. Verðhækkunin á þeim vörum. sem ganga inn í vísitöluna, veldur hækkun á henni. en eins og samningum er nú háttað við launþega yfirleitt, veldur þessi vísitöluhækkun tilsvarandi kauphækkun hjá þeim, svo að þeir eiga að vera jafnvel settir eftir sem áður. En nú hefur ríkisstj. lýst því yfir, að hún muni með niðurgreiðslum úr ríkissjóði halda vísitölunni niðri, svo að hún hækki ekki frá því, sem nú er. Til þess að tollahækkunin hækki ekki vísitöluna, verður því stjórnin annaðhvort að lækka verðið á tollvörunum, sem ganga inn í vísitöluna, aftur um það, sem tollhækkuninni nemur, eða nota tolltekjurnar til þess að lækka verð á öðrum vörum jafnmikið sem tollvörurnar hafa hækkað. Eiga þá launþegarnir að vera jafnt settir eftir sem áður, þar sem vörurnar, sem þeir kaupa, hafa annaðhvort ekki hækkað eða sumar hafa hækkað, en aðrar lækkað sem því svarar.“

Og enn segir hann: „Launþegum er því tryggt, að bæði sú verðhækkun, sem verður strax á neyzluvörum þeirra vegna tollhækkananna, og sú, sem verða kann síðar á þeim vegna tollhækkana á framleiðsluvörum, lendir ekki á þeim, að svo miklu leyti sem neyzla þeirra er í samræmi við útgjaldareikning þann, sem vísitalan byggist á.“

Og loks: „Það hefur verið áætlað, að tollahækkunin muni mjög bráðlega hafa í för með sér um 7 stiga vísitöluhækkun. Þessi áætlun mun vera mjög lausleg, en ef hún reynist rétt, jafngildir það rúmlega 2% útgjaldaaukningu fyrir launþega, sem annaðhvort verður bætt upp með tilsvarandi kauphækkun eða niðurfærslu á vöruverði, og kemur sú útgjaldaaukning því ekki til þess að hvíla á launþegum. En þar fyrir utan verða þeir sjálfir að bera einhvern hluta af tollahækkuninni, sem fyrir tekjulága fjölskyldumenn mun þó vera mjög lítið, en yfirleitt því meira, sem menn eru minna bundnir við venjuleg útgjöld tekjulágra fjölskyldumanna og geta leyft sér meiri útgjöld, sem uppbót veitist ekki á samkvæmt vísitölu.“

Ég ætla, að þessi vitnisburður hagstofustjóra muni nægja til að hnekkja þeim fáránlegu fullyrðingum kommúnista, sem þeir hafa haft í frammi varðandi þessar tollahækkanir. — Hér er því ekki um annað að ræða, en vísvitandi fölsun staðreynda og frumhlaup kommúnista eingöngu gert með það fyrir augum að narra verkamenn út í verkföll undir fölsku yfirskini — verkföll, sem ekki yrðu annað en pólitísk hrekkjabrögð kommúnista.

Framleiðslan á sjávarafurðum hjá oss Íslendingum á við mikla örðugleika að etja á þessum tímum. Verðbólgan gerir það að verkum, að framleiðsla okkar er svo dýr, að við stöndumst engan veginn samkeppni um sölu á sjávarafurðum okkar við aðrar þjóðir. Þetta hefur orðið þess valdandi, að Alþ. hefur neyðzt til þess að taka ábyrgð á vissu verði, mjög háu, gagnvart framleiðendum, en verðið er hins vegar svo hátt, að mikið af þessari framleiðslu verður að seljast undir kaupverðinu.

Ef kommúnistum tekst nú að hleypa af stað nýrri verðbólgu með kaupkröfum og verkföllum í pólitísku hefndarskyni, versnar aðstaða sjávarútvegsins og annarra atvinnuvega að sama skapi. — Við höfum haft með höndum mikil verkefni, þar sem er hin svokallaða nýsköpun atvinnuveganna, og vissulega var það vel ráðið að verja miklum hluta af innistæðum þjóðarinnar utanlands, sem hún átti á árinu 1944, til að kaupa ný og betri framleiðslutæki til lands og sjávar, svo sem líka hefur verið gert.

En allt þetta kemur að litlu haldi þjóðinni til framdráttar, ef ekki tekst að vinna sigur á því böli, sem verðbólgan hefur skapað. Jafnvel nýir togarar og nýjar vélar koma okkur að litlu haldi, ef við getum ekki framleitt afurðir við því verði. sem hæst fæst fyrir þær hjá kaupendunum. Nýsköpunin hafði það höfuðmarkmið að tryggja það, að í framtíðinni yrði ekki atvinnuleysi hér á landi. Þessu markmiði getur hún náð, ef vel er á haldið og viturlega, en missir þess, ef stefnt er út í vandræði í atvinnumálunum, og einkum stafar nýsköpuninni hætta af því, ef ábyrgðarlausir menn fá verkalýðinn í lið með sér til þess að hindra það framtak, sem nýsköpunin gerir mögulegt, og þannig koma í veg fyrir, að hún geti orðið verkalýðnum og þjóðinni allri til þess gagns, sem til var ætlazt.

Ég vil ekki fullyrða að svo komnu máli. að ekki kunni svo að fara þetta árið, ef heppnin er með, að rekstur þjóðarinnar beri sig, en við erum vissulega komnir á yztu nöf og óhætt að segja, að nú er svo komið, að við verðum að fara að færa niður framleiðslukostnaðinn og fullkomið óvit að ætla sér að spenna bogann hærra, en orðið er.

Þetta raskar ekki því, sem verið hefur leiðarstjarna okkar sjálfstæðismanna í nýsköpunarmálunum, að þjóðin standi betur að vígi með ný tæki, en gömul, en af því má ekki draga þá ályktun, að vegna hinna nýju tækja geti þjóðin leyft sér að bera fram takmarkalausar kröfur.

Það hefur upp á síðkastið klingt mjög við í ræðum kommúnista að tala um hrunstefnu og skemmdarstarfsemi. Þessu hafa þeir viljað beina að öllum öðrum flokkum og einkum að núverandi ríkisstj. Ekki þurfa þessir menn að hugsa það, að allur landslýður sé svo fávís, að hann trúi þeirra orðum, en hrunstefnu fylgja þeir bezt, sem að tilefnislausu reyna að stöðva atvinnulífið í landinu og þar með brjóta fjöregg þjóðarinnar.

Hinni íslenzku þjóð hlýtur að vera það ljóst, að það er ekki hægt að byggja upp farsællega atvinnumál þjóðarinnar með því að hlaupa eftir duttlungum pólitískra spekúlanta, heldur verður að byggja upp atvinnuhættina á þann veg, að stétt starfi með stétt og að sanngirni í viðskiptum manna á meðal sé höfð að leiðarstjörnu.

Við sjálfstæðismenn höfum undanfarið unnið að því með heilum hug að tryggja, þjóðinni fullkomin framleiðslutæki. Kommúnistar hafa unnið með okkur að hinu sama og einnig alþýðuflokksmenn. Þúsundir framtakssamra manna hafa hafizt handa á grundvelli nýsköpunarinnar. Nú virðast kommúnistarnir vera þess albúnir að kyrkja nýsköpunina í fæðingunni, og má segja, að þessum flokki séu mjög mislagðar hendur í þessu efni, sem raunar í fleirum. Einn og ekki hinn ónauðsynlegasti liður nýsköpunarinnar er einmitt sá að gera allar þær ráðstafanir, sem hægt er, til þess að mönnum reynist kleift að reka atvinnu sína með hinum nýju tækjum og afla með þeim bjargræðis sjálfum sér og öðrum til gagns og hvers konar nytsemda og tryggja þannig heilbrigt atvinnulíf í landinu. En hitt stefnir í þveröfuga átt að blása að vinnudeilum að tilefnislausu, svo sem kommúnistar gera nú.

Ég vil að lokum taka undir þau orð, sem fyrirrennari minn í þessu embætti sagði í ræðu þeirri, er hann hélt, þegar lagt var fram það frv. til fjárlaga, sem hér er til umræðu: „Öll framtíð lands vors er undir því komin, að unnt verði að halda hér uppi þróttmiklu atvinnulífi — að unnt verði að hafa verkefni handa hverjum manni, sem unnið getur. Takist það ekki, munu margar vonir bresta.“