21.05.1947
Neðri deild: 136. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

217. mál, innkaupastofnun ríkisins

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þær brtt., sem hér eru bornar fram af meiri hl. og minni hl., eru áþekkar. Okkur þótti ekki vert að kveða eins fast að og gert er í till. minni hl. En með okkar brtt. viljum við tryggja, að leitað sé til innlendra aðila eins og til útlendra, þegar leitað er tilboða fyrir hönd innkaupastofnunar ríkisins. Við erum sammála því, að betri tilboð eða jafngóð af hálfu innlendra aðila eigi að taka fram yfir útlend, en við viljum ekki binda hendur stofnunarinnar í hverju einstöku tilfelli.